Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 36
er þar sagði. Má og benda á, að af þeim lagaákvæðum, er kveða á um andmælarétt aðila, taka flest til þess, er um er að ræða skerðingu á slíkum hagsmunum. Af þeim 7 dómum er nefndir voru hér að fram- an, fjalla og 6 um stjórnvaldsákvarðanir, er fela í sér einhvers konar skerðingu á mikilvægum fjárhagslégum hagsmunum. Af framansögðu má væntanlega draga þá ályktun, að sú meginregla gildi í íslenskum rétti, jafnvel án beinar lagaheimildar, að gefa eigi aðilum kost á að tjá sig, áður en mikilvægir fjárhagslegir hagsmunir þeirra eru skert- ir verulega með stjórnvaldsákvörðun. Ef stjórnvald er úrskurðaraðili um ágreining, framkvæmir það störf, sem setja má á bekk með úrskurðum og dómum dómstóla. Er eðlilegt, að aðilar njóti sönui réttaraðstöðu, þegar úrskurðað er um réttindi þeirra eða skyldur, hvort sem úrskurðaraðilinn er stjórnvalú eða dóm- stóll. Hafa verður þó í huga hér skilvirknissjónarmið. Af lagaákvæð- um um andmælarétt og dómum virðist og mega telja líkur fyrir því, að gefa eigi aðilum kost á að tjá sig í slíkum tilvikum, þó að það sé ekki beinlínis boðið í lögum. b) Ógildingarástæða? En hverju varðar, ef aðila er ekki gefinn kostur á að tala máli sínu, þar sem stjórnvaldi ber lögum samkvæmt að veita honum kost á því? Hvaða áhrif hefur það á gildi stjórnvaldsákvörðunarinnar ? Enginn íslenskur fræðimaður hefur beinlínis leyst úr þessu atriði, en Ólafur Jóhannesson segir á bls. 211 í Stjórnarfarsrétti sínum, að telja verði það aðalreglu eftir íslenskum rétti, að vanræksla um leitun álits eða umsagnar, þar sem slíkt er lögboðið, geti haft í för með sér ógildingu stjórnarathafnar. Hann segir reglu þessa þó ekki algilda, orðalag laga- ákvæða geti m. a. gefið vísbendingu um það atriði. Reglur um umsagnar- og álitsumleitan eru nokkuð skyldar regl- unni um rétt aðila til að tjá sig, þó að sú síðartalda varði réttarör- yggi borgaranna jafnvel enn frekar, og sé reyndar sjálfsögð réttlætis- regla, sem ekki verður gengið fram hjá. Því er eðlilegt að telja sömu reglu gilda um þetta atriði í báðum tilvikum. Þegar stjórnvaldi er þannig skylt samkvæmt ótvíræðu lagaákvæði að gefa aðila kost á að tjá sig, má ætla, að vanræksla á því geti haft í för með sér ógildingu stjórnarákvörðunar (sbr. og ef til vill Hrd. VII-145). Oft gera þó lagaákvæði fyrirvara, svo sem „ef þess er kostur“, 11. gr. 1. 38/1954 og „ef unnt er“, 6. gr. 1. 19/1953 o. s. frv. Þessir fyrir- varar þýða þó líklega ekki, að stjórnarákvörðun verði aldrei ógilt, ef aðila hefur ekki verið gefinn kostur á að tjá sig, eins og lögboðið var, 158
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.