Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 46
til svars, en auk þess er kæranda ævinlega sent bréf með stuttum skýr- ingum á gangi mála, ef 3 mánuðir líða án þess að sérstakt tilefni sé til að skrifa honum. Kæranda er gefinn kostur á að hitta umboðsmann að máli, ásamt einum hinna þriggja yfirmanna hópanna og fulltrúa þeim, sem með mál hans fer. Gefst kæranda þar með tækifæri til að tryggja, að öll sjónarmið hans komist til vitundar þess, sem um málið fjallar, og fær auk þess leiðbeiningar um, hvaða gagna hann skuli leita.9 Þá er al- gengt, að kæranda séu sendar greinargerðir stjórnvalda og önnur gögn, svo að hann geti tjáð sig um þau (kontradiktion). M.a. af ofanrituðu er ljóst, að mikil áhersla er lögð á að upplýsa kæranda — og jafnvel leiðbeina — , og sýna honum að fyrir hann sé unnið af alúð, þótt útkoman verði að sjálfsögðu ekki alltaf sú, sem hann helst kysi. Þegar allra gagna, sem þörf hefur verið talin fyrir, hefur verið aflað, útbýr fulltrúinn nákvæma málavaxtalýsingu og gerir tillögu um afgreiðslu. Núverandi umboðsmaður krefst jafn nákvæmrar málavaxta- lýsingar í öllum málum, og skiptir þar engu, hver niðurstaðan verður, hvort hún verður gagnrýni eða staðfesting á gerðum stjórnvalda. Tillögu sína leggur fulltrúinn fyrst fyrir þann yfirmann, sem yfir hóp hans er settur. Yfirmaðurinn gerir sínar athugasemdir við máls- meðferð fulltrúans, ef einhverjar eru, og ákveður, hvernig málið skuli lagt fyrir umboðsmanninn. Umboðsmaður tekur endanlega ákvörðun um afgreiðslu málsins, og að sjálfsögðu um niðurstöðu þess. Oft er málavaxtalýsing umboðsmanns (redegorelse — notat), án niðurstöðu hans10 send til þess stjórnvalds, sem kært hefur verið yfir. Er tilgangur þessarar sendingar tvíþættur. I fyrsta lagi er greinargerð- in send til skýringar spurningu, sem samtímis er lögð fyrir stjórnvald- ið. Greinargerðin er þá hugsuð sem skýring á spurningunni. 1 öðru lagi er með sendingu greinargerðarinnar vakin athygli stjórnvalds- ins á þeim atriðum, sem umboðsmaður telur mikilsvérðust, endanlég afgreiðsla málsins sé á næstu grösum, og stefni í átt gagnrýni að öllu óbreyttu. Er stjórnvaldinu með þessu óbeinlínis bent á að endur- skoða fyrri meðhöndlun sína á rnálinu, vilji það komast hjá gagnrýni. Eins getur stjórnvaldið komið að enn frekari rökum, vilji það halda fast við fyrri ákvörðun. 9 Að loknum slíkum fundum semur fulltrúinn yfirlit yfir það sem fram hefur farið. 10 Þ.e. málavaxtalýsingin sem samstarfsmenn hans hafa unnið eftir hans fyrirsögn, að flestu leyti eins og sú endanlega, nema hvað afstöðu vantar. 168
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.