Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 49

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 49
c) Því má velta fyrir sér, hvort stjórnsýsludómstóll gæti komið í stað umboðsmanns. Hætt er við, að dómstóll yrði seinvirkari en umboðsmaður, en auk þess yrði niðurstaða með öðrum hætti. Umboðsmaður getur í afgreiðsl- um sínum verið mjög frjáls um gagnrýni og leiðbeiningar, en dómstóll kveður upp rökstudda dóma í fastara formi með mjög vandaðri máls- meðferð og formlegri. Dómstóll færi þess t.d. ekki á leit við stjórn- völd, að þau endurskoðuðu afstöðu sína, hann kvæði á um slíkt og mælti jafnvel fyrir um aðra niðurstöðu en stjórnvaldið. d) Vernd borgaranna gagnvart mistökum og mismunun í „kerf- inu“ hlýtur að vera í öndvegi, þégar kostir starfs umboðsmanns Al- þingis eru virtir. Margvíslegur misskilningur leiðréttist fyrir tilstilli umboðsmanns, og tortryggni gagnvart stjórnvöldum minnkar, ekki síst þar sem bæði almenningi og stjórnvöldum er það ljóst, að allar afgreiðslur smárra sem stórra mála geta endað hjá umboðsmanni. Leiðir þar af vand- aðri málsmeðferð. „Samtrygging" stjórnvalda yrði með þessu úti- lokuð. Sjálfsagt mætti mörgu hér við bæta, en að sinni verður látið staðar numið. Höfum iðulega gamlar íslenskar lögbækur og lögfræðirit á boðstólum. BÓKASKEMMAN Langholtsvegi 33, Reykjavík. Opið kl. 16-18. Sími 34757. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI til leigu að Hafnarstræti 11. Upplýsingar í síma 21750 og 14824. 171

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.