Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Blaðsíða 51
Á árunum 1972—74 eru reifaðar fjölmargar hugmyndir um verkaskiptingu og breytingar á stjórnsýslukerfinu. Á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga starfaði nefnd, er lagði fram álit um „Landshlutasamtök sveitarfélaga, verk- efni og stöðu þeirra í stjórnsýslukerfinu“. Álitsgerð þessi varð upphaf mikilla umræðna um framtíðarstöðu landshlutasamtaka. Um svipað leyti og umræður um landshlutasamtök risu sem hæst, ákvað félagsmálaráðuneytið í lok ársins 1973 að skipa nefnd til að endurskoða sveitarstjórnarlögin frá 1961, gera tillögur um stöðu landshlutasamtaka og annað, sem nefndin teldi ástæðu til að mæla með. Nefnd þessi samdi drög að breyttu stjórnsýslukerfi, þar sem settar voru fram hugmyndir um stofnun svokallaðra fylkja. Stofnun fylkja þýddi miklar breytingar á stjórnsýslukerfinu, en nefndin lagði aldrei fram fullmótaðar tillögur um fylkjaskipunina. Það, sem fyrst og fremst olli því að árangur nefndarinnar varð minni en til stóð, var, að menn greindi á um tilhögun kosninga til fylkisþinga, tengsl þeirra við sveitarstjórnir og hvernig tryggja skyldi jafnan rétt kjósenda og byggðarlaga. i álitsgerð einstakra nefndar- manna kemur skýrt fram, að allsendis ófullnægjandi er að fjalla um ein- staka þætti sveitarstjórnarmála án Ijósrar stefnumörkunar í öðrum málum, er varða sveitarfélögin. Á grunni undangenginna athugana og ályktana hafa nokkur frumvörp til laga um einstök atriði, t.d. landshlutasamtök og tilfærslur einstakra verk- efna til og frá ríki, verið lögð fram á Alþingi, en heildarendurskoðun á stöðu og viðfangsefnum sveitarfélaga hefur ekki farið fram. Hinn 26. febrúar 1976 skipaði þáverandi félagsmálaráðherra, Gunnar Thoroddsen, nefnd ,,til að fjalla um skiptingu verkefna og tekjustofna milli ríkis og sveitarfélaga svo og um önnur samskipti þeirra“. Formaður nefndarinnar var skipaður Hallgrímur Dalberg ráðuneytisstjóri félagsmálaráðuneytisins, en með honum í nefndinni voru eftirtaldir menn: Friðjón Þórðarson alþingismaður, Gunnlaugur Finnsson alþingismaður, Krist- ján J. Gunnarsson fræðslustjóri í Reykjavík, Steinþór Gestsson alþingis- maður, Páll Líndal formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ólafur G. Einarsson varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, Ölvir Karlsson bóndi, Þjórsártúni, Logi Kristjánsson bæjarstjóri, Neskaupstað og Bjarni Einarsson bæjarstjóri, Akureyri. Hinir fimm síðasttöldu voru skipaðir sam- kvæmt tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, aðrir nefndarmenn voru skipaðir af félagsmálaráðherra. í september 1976 baðst Logi Kristjáns- son undan frekara starfi í nefndinni, en í hans stað kom Kristinn V. Jóhanns- son skólastjóri, Neskaupstað. Nefndinni er ekki ætlað að semja frumvarp til laga um breytingar á sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga, heldur er til þess ætlast, að hún skili félags- málaráðherra álitsgerð um málið. Segja má, að hlutverk nefndarinnar sé þríþætt, þ.e.: 1. Að gera tillögur um breytta verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, og sé áhersla lögð á grundvallarsjónarmið varðandi veitingu og dreifingu opinberrar þjónustu og gerðar tillögur um framtíðarskipan ýmissa verk- efna. 2. Að gera tillögur um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, sem breytt verkaskipting leiðir af sér. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.