Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 52

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Qupperneq 52
Nefndin telur óhjákvæmilegt að gera tillögur um tekjuöflun sveitarfélaga í samræmi við breytta verkaskiptingu. Nefndin gerir því tillögur um tekjustofna sveitarfélaga, tekjutilfærslur til sveitarfélaga og frá, svo og um gjaldskrármál sveitarfélaga. 3. Að gera tillögur um breytingar á stjórnsýslukerfinu. Nefndin telur óhjá- kvæmilegt að fjalla um stjórnsýslukerfið m.t.t. breytts verksviðs stjórn- sýslueininganna. Hér er átt við eftirtaldar sijórnsýslueiningar: sveitarfélög, sýslufélög, landshlutasamtök og ríki. Nefndin leggur höfuðáherslu á tvo þætti, þ.e.: umdæmaskipunina og niðurröðun verkefna á einstök stjórnsýslustig. Nefndin ákvað að haga starfi sínu þannig, að t fyrsta hluta álitsgerðar yrði gerð grein fyrir grundvallarsjónarmiðum hennar og gerðar tillögur um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, án þess að fjármál væru brotin til mergjar, og leggja síðan fram tillögur um tekjustofna sveitarfélaga og stjórn- sýslukerfið. i þessu stutta yfirliti verður einungis drepið á örfáar tillögur nefndarinnar um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, og má t.d. nefna eftirfarandi: — Stjórn og eignayfirráð grunnskóla færist í auknum mæli í hendur sveitar- félaga. — Framhaldsskólafræðsla verði fyrst og fremst í höndum ríkisins, þó þann- ig, að sveitarfélögum verði heimilað að stofna til allt að tveggja ára framhaldsnáms, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. — Fullorðinsfræðsla verði þáttur í hinu almenna skólakerfi, ríkið greiði kennslulaun, en sveitarfélög annan rekstrarkostnað. — Öll sjúkrahús verði ríkissjúkrahús og til þeirra renni árlega beinar fjár- veitingar í stað daggjalda. — Heilsugæslan verði verkefni sveitarfélaga, þó þannig, að ríkið greiði föst laun lækna og hjúkrunarliðs og taki þátt í stofnkostnaði á móti sveitar- félögum. — Daggjöld í núverandi mynd falli niður og umdæmi og hlutverk sjúkra- samlaga verði endurskoðuð. Heilsugæslustjórnir (sveitarfélögin) taki auk- inn þátt í kostnaði við ákveðna útgjaldaliði núverandi sjúkratrygginga. — Stjórn málefna aldraðra verði í höndum sveitarfélaga, samtaka aldraðra og einkaaðila. Húsnæðismálastofnun ríkisins fjármagni að hluta íbúða- byggingar fyrir aldraða. — Hafnarframkvæmdir, skv. nánari skilgreiningu, verði kostaðar 100% af ríki í stað 75% eins og nú er. Hér er um að ræða dýpkun hafna, ytri mannvirki og ákveðna þætti innri hafnarmannvirkja. Aðrir þættir hafnar- gerða verði kostaðir af hlutaðeigandi hafnarsjóðum (sveitarfélögum). — Gjaldskrár hafna gefi hafnarsjóðum nægilegar tekjur til að standa undir fjárhagsskuldbindingum og rekstri. — Núverandi landshafnir verði afhentar til eignar hlutaðeigandi sveitarfé- lögum. — Gatnagerð og ákveðnir þættir vegagerðar verði verkefni sveitarfélaga og kostaðir af þeim. — Ríkisvaldið sjái sem hingað til um stjórn flugmála þ.m.t. flugvallagerð. 174
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.