Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Síða 55
DÓMSTÓLARNIR 1979 Dómsmálaskýrslur Hagstofunnar komu síSast út 1978, og eru þær um árin 1972—74. — í júlí s.l. var haft samband við allar dómaraskrifstofur lands- ins og spurst fyrir um, hvort teknar hefðu verið saman skrár um fjölda dóms- mála 1979. Beðið var um, að þessar og aðrar tiltækar og áhugaverðar upp- lýsingar yrðu sendar tímaritinu til birtingar. Hér á eftir verður það birt, sem barst. í starfsliði ritstjórnar fyrirfinnast ekki tölfræðingur eða vanur skýrslu- gerðarmaður um þessar mundir, svo að úrvinnsla gagna og framsetning er án efa ekki í sem bestu lagi. Engin tök voru á að ganga eftir gögnum úr öllum lögsagnarumdæmum, og ekki þótti heldur unnt að samræma skýrsl- urnar meira en raun ber vitni. Skylt er þó að geta þess, að endanlegur frá- gangur þeirra er á ábyrgð ritstjórnar, en ekki þeirra embættismanna, sem skýrslunar sendu. Skylt er og að þakka þeim, sem það gerðu. Minnt er á, að á Alþingi 1979—80 lagði dómsmálaráðherra fram skýrslu um meðferð dóms- mála, sjá þingskjal nr. 334, Alþingistíðindi, skjalahluti, bls. 1409, og umræðu- hluti dálkur 4148. HÆSTIRÉTTUR Áfrýjanir 1978 — 20. ágúst 1980. 1978 1979 1980 til 20/8 Einkamál 136 125 73 Opinber mál 16 37 30 Kærumál einka 16 22 13 Kærumál opinber . . . 19 15 12 187 199 128 Gagnsakir . . 37 22 8 224 221 136 Þess má geta, að skv. dómsmálaskýrslum Hagstofunnar voru málskot til Hæstaréttar 1972—4 sem hér segir: 1972 171, 1973 186 og 1974 223. Mál í gangi 20. ágúst 1980. Einkamál Tilbúin til flutnings 117 Koma fyrir í október 91 Koma fyrir í nóvember 8 216 Opinber mál Frá 1978 1 Frá 1979 ..................... 11 Frá 1980 30 42 Til samanburðar má geta þess, að í september 1976 voru 210 mál í gangi fyrir Hæstarétti og 74 þeirra tilbúin til flutnings. 177

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.