Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 67

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Page 67
tillögur um fyrirkomulag og reglur, er þetta varða, og ef samningsaðili óskar þess fjalla og veita umsagnir um menntunarmál einstakra starfs- manna. 3.3. Um ferða- og dvalarkostnað starfsmanna vegna námsferða eða starfs- þjálfunar fjarri föstum vinnustað skv. ákvæðum þessarar greinar, fer eftir almennum reglum 5. kafla aðalkjarasamnings. 4. Yfirvinna embættisdómara og saksóknara. 4.1. Þóknun fyrir yfirvinnu embættisdómara og saksóknara, þ.á m. yfirsaka- dómara, yfirborgardómara og vararíkissaksóknara, skal greidd skv. úr- skurði 3 manna nefndar, sem í eiga sæti fulltrúar tilnefndir af dóms- málaráðuneyti, fjármálaráðuneyti og viðkomandi dómarafélagi. 5. FæSi og mötuneyti. 5.1. Starfsmenn, sem eru við störf á föstum vinnustað a.m.k. tvær klukku- stundir fyrir matarhlé og aðrar tvær klukkustundir eftir matarhlé, skulu hafa aðgang að matstofu eftir því sem við verður komið, sbr. ákv. 5.2. Matstofa telst sá staður í þessu tilviki, þar sem hægt er að bera fram heit- an eða kaldan mat aðfluttan eða eldaðan á staðnum. Á þeim vinnustöðum, þar sem ekki er aðstaða til að matast, skal reynt að tryggja starfsmönnum aðgang að nærliggjandi matstofum á vegum ríkisins. Húsakynni skulu vera í samræmi við heilbrigðisreglugerðir. Ríkið greiði kostnað við rekstur mötuneytis. Starfsmenn greiði hins vegar efnisverð matarins. 5.2. Starfsmenn, sem ekki hafa aðgang að matstofu, en ættu að hafa það samkvæmt 5.1. skulu fá það bætt með fæðispeningum, sem nema laun- um fyrir 0,35 klst. í dagvinnu samkvæmt 101. launaflokki fyrir hvern vinnuskyldudag. Því aðeins skal þó greiða þessa fæðispeninga, að starfsmaðurinn hafi 25 klst. vinnuskyldu á viku, heimili hans sé ekki á vinnustað, hann hafi aðeins 1/2 klst. matarhlé og fái ekki greidda ferðapeninga fyrir vinnudaginn. 6. Búferlaflutningar. 6.1. Starfsmaður, sem er aðili að samningi þessum, hefur starfað í þjón- ustu ríkisins í 5 ár og er síðan skipaður til starfs, sem gerir kröfu til að hann flytji milli lögsagnarumdæma, á rétt á greiðslu fargjalda sinna og fjölskyldu sinnar og hæfilegs flutningskostnaðar búslóðar úr ríkis- sjóði. Réttur til slíkrar greiðslu vaknar að nýju 5 árum eftir að síðast var flutt. 6.2. Starfsaldursskilyrði skv. 6.1. tekur þó eigi til dómarafulltrúa, enda sé flutt eigi skemmri vegalengd en 100 km. Benedikt Blöndal Jón Finnsson Jón Rögnvaldsson Ólafur Nilsson 7- Gildistími. 7-1. Um gildistíma og uppsögn þessa dóms fer skv. ákvæðum laga nr. 46/ 1973, sbr. lög 23/1977. Sératkvæði. Ekki er faliizt á, að í þessum dómi séu efnisrök fyrir ákvæði í gr. 1.2. Jón G. Tómasson. 189

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.