Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 69

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1980, Side 69
IV. KAFLI. Stjórn og trúnaðarráð. 7. gr. Stjórn félagsins er skipuð þrem mönnum og þrem til vara. For- mann skal kjósa sérstaklega en aðra aðalstjórnarmenn skal kjósa í senn og skiptir stjórnin síðan með þeim verkum, annar er gjaldkeri og hinn ritari. Gjaldkeri gegnir jafnframt varaformannsstarfi ef með þarf. Varastjórnar- menn skal kjósa í senn. Formaður kveður varamann til stjórnarfunda í for- föllum aðalmanns. Jafnan er þó heimilt að boða varastjórnarmenn og sitja þeir þá stjórnarfundi án atkvæðisréttar nema annað leiði af forföllum aðal- manns. 8. gr. Stjórn félagsins ræður málefnum félagsins með þeim takmörkun- um er lög þessi setja. Hún tekur nánari ákvarðanir um starfsemi félags- ins og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Hún skuldbindur félagið gagnvart öðr- um aðilum. Gerðir stjórnarinnar skulu jafnan bókfærðar. 9. gr. Trúnaðarráð félagsins skipa 10 menn, stjórnarmenn, varastjórn- armenn og þar að auki fjórir menn kjörnir á aðalfundi ár hvert. Leitast skal við að haga kjöri stjórnar og trúnaðarmannaráðs þannig að sem flestir hópar lögfræðinga í ríkisþjónustu eigi þar fulltrúa. Verkefni trúnaðarráðs er að undirbúa kröfugerð félagsins varðandi sér kjarasamning sbr. 2. mgr. 3. gr. I. nr. 46/1973, svo og vera stjórninni til ráðuneytis um önnur meiriháttar kjaramálaatriði. Stjórnin skal jafnan leitast við að fylgja tillögum trúnaðarráðs. Verði ágreiningur í trúnaðarráði, svo sem um kröfur um röðun í launaflokka, sker stjórnin úr. V. KAFLI. Stofnun. Ákvæði til bráðabirgða. 10. gr. Setning samþykkta fyrir Stéttarfélag lögfræðinga í ríkisþjónustu er nafnbreyting og endurskipulagning á Ríkisstarfsmannadeild Lögfræðinga- félags íslands, er stofnuð var með breytingu á samþykktum Lögfræðinga- félags islands 13. desember 1973, sbr. V. kafla í samþykktum Li. SLR tekur þvf við öllum eignum og skuldbindingum Ríkisstarfsmannadeildar Lí og kemur að öllu leyti í hennar stað. Þannig samþykkt á aðalfundi Ríkisstarfsmannadeildar Lögfræðingafélags íslands, nú Stéttarfélags Lögfræðinga í ríkisþjónustu, sem haldinn er að Hverfisgötu 26, Reykjavík 29. apríl 1980. 191

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.