Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 11

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Side 11
Það var t.d. engin tilviljun að eitt hið fyrsta, sem Hannes Hafstein undir- ritaði á sinni tíð með konungi, voru lög nr. 3/1904 um lagaskóla á íslandi. Danir höfðu lengi hindrað þá lagasetningu, trúlega vegna þess að þeir töldu lögfræöinga og menntun þeirra vera vopn í pólitískri baráttu Islendinga fyrir fullu sjálfstæði þeirra. Má sýnilega draga vissa lærdóma af þeirri staðreynd. Magnús Jónsson naut þeirrar gæfu að vera kvæntur frábærri konu, Ingi- björgu Magnúsdóttur frá Miklaholti á Snæfellsnesi. Þau eignuðust tvö börn, Kristínu, kennara, sem gift er Torfa presti Stefánssyni á Þingeyri og Jón, fulltrúa, sem er kvæntur Erlu Sveinsdóttur, bankaritara. Magnús Jónsson var maður látlaus í allri framkomu. Hann var glaðlyndur og félagslyndur og var gott með honum að vera. Ber öllum saman um að hann hafi verið traustur og elskulegur fjölskyldu sinni, og vinum sínum var hann hollur og hlýr. Magnús var maður frjálslyndur í skoðunum og studdi mörg góð mál um dagana sem þjóðinni urðu til góðs. En mannkostir hans munu þó ekki síður hugstæðir þeim sem honum kynntust en farsæl verk hans. Hans mun lengi verða minnst sem góðs sonar föðurlands síns. Við Magnús urðum góðir vinir allt frá árum okkar í Háskólanum, þar sem hann var eins og endranær sjálfkjörinn forystumaður. Magnús Jónsson var án efa mjög vel gefinn maður. En auk þess var hon- um gefn skaphöfn, sem laðaði menn að honum. Svo kostum búinn kom hann málum oft fram, sem öðrum reyndust full erfið. Stundum hef ég þó spurt sjálfan mig þeirrar spurningar hvað það hafi verið í fari hans, öðru fremur, sem létti svo undir með málafylgju hans. Ef til vill er svarið fólgið í því að Magnús var bjartsýnismaður — og þó með gát. En ég hygg að bjartsýnin auki mönnum mátt að koma hugsjónum sínum fram. Bölsýnismenn verða hinsvegar áhorfendur. Ef til vill gerði það gæfumuninn. Blessuð sé minnig góðs drengs, sem kom fram svo mörgum hollverkum fyrir land og lýð. Ásgeir Pétursson 5

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.