Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 21
tjónþoli eigi bótarétt, þótt leitt sé í ljós, að tjón yrði rakið til óvið- ráðanlegra atvika, t.d. náttúruhamfara. Dæmi: Fárviðri grandar skipi eða flugvél í notkun. Snjóflóð fellur á bíl, sem ekið er eftir þjóðvegi. Enn síður leysir saknæmt og ólögmætt atferli þriðja manns (sbr. b- og c-lið 3. gr. alþjóðasáttmálans frá 1969) eiganda eða notanda loft- fars, skips eða skráningarskylds ökutækis undan hlutlægri ábyrgð, ef skilyrði hennar eru að öðru leyti fyrir hendi. 2.2. I-ILUTLÆG ÁBYRGÐ Á TJÓNI, ER DYR VALDA I 34. gr. laga nr. 42/1969 um afréttamálefni, fjallskil o.fl., sbr. lög nr. 43/1976, segir, að gangi búpeningur í engi, tún, garðlönd eða önnur afgirt svæði og valdi tjóni, skuli eigandi gjalda ábúanda bætur. Sam- kvæmt greinargerð með lagafrumv. mun eiga að skýra ákvæði þetta þannig, að ágangur búfjár í engi, tún og garðlönd varði fjáreiganda skaðabótum, án tillits til þess, hvort landið er girt eða eigi.18 Ágangur í önnur lönd varðar hins vegar ekki skaðabótaskyldu skv. 34. gr., nema þau séu girt. Það er ekki skilyrði bótaskyldu, að fjáreiganda verði kennt um tjón- ið. Skaðabótaábyrgðin skv. 34. gr. er hlutlæg. Um bótaskyldu fjár- eiganda vegna beitar á öðrum ógirtum svæðum gilda almennar skaða- bótareglur. Ákvæði 13. og 33. gr. búfjárræktarlaga nr. 31/1973 mæla fyrir um skaðabótaábyrgð vegna tjóns af völdum nauta og stóðhesta, sem ganga lausir. I 13. gr. laganna segir, að öll naut, 6 mánaða og eldri, beri að gelda, gefa inni eða hafa í öruggri vörslu. Einnig segir í grein þessari, að ef naut sleppi og tjón hljótist af, þá sé sá skaðabótaskyldur, er vörsluna skyldi annast. Vörslumaður sýnist vera bótaskyldur, þótt honum verði ekki gefin sök á, hvernig til tókst. 33. gr. láganna leggur skaðabótaábyrgð á eiganda stóðhests, sem gengur laus eða sleppur úr vörslu, ef hesturinn veldur tjóni á búfé eða öðrum eigum. Virðist hér einnig vera um hlutlæga ábyrgð að ræða.19 I íslenskum lögum eru örfá önnur ákvæði um víðtæka ábyrgð vegna dýra, en þau eiga aðeins við um mjög sérstæð tilvik og skipta afar litlu máli í framkvæmd. 18 Sbr. Alþt. 1968 A, bls. 313-314. 19 Sbr. Olafur Jóhannesson, 269. Þar ræðir að vísu um hliðstæð ákvæði eldri laga. Um bótaskyldu vegna tjóns af völdum dýra almennt sjá Arngrímur ísberg. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.