Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Page 33
það, að skýrt sé kveðið á um, að allt tjón, sem íbúðareigandi eða íbúð- areigendur verði fyrir frá séreign eins þeirra, skuli sá bera, og að hér þurfi ekki að vera um sök að ræða eins og venjulega sé skilyrði skaðabótaábyrgðar. Þegar litið er á aðdraganda lagasetningar um hlutlæga ábyrgð, vek- ur athygli, hve litlar umræður verða um hinar víðtæku bótareglur og hve fáorðar skýringar fylgja yfirleitt í greinargerðum lagafrumvarpa. Má segja, að í flestum tilfellum hafi bótareglurnar verið samþykktar, án þess að það vekti verulega athygli, að á ferðinni voru grundvallar- breytingar, sem höfðu í för með sér mikilvægar undantekningar frá almennum bótareglum. Stundum er jafnvel ekki að finna neinn rök- stuðning fyrir breyttum reglum (frv. til laga um fjölbýlishús 1975), og dæmi eru um að ekki sé gerð athugasemd um, að um nýmæli sé að ræða. Röksemdir fyrir íslenskum lagaákvæðum um hlutlæga ábyrgð eru, eins og fram hefur komið, af ýmsum toga spunnar. Stundum er ein- ungis vísað til, að ákvæði í lagafrumvarpi sé í samræmi við erlend lög (frv. til laga um notkun bifreiða 1914 og frv. til laga um loftferðir 1929) eða eldri íslensk lög sama efnis (frv. til laga um afréttamálefni og fjallskil 1968, ýmis frv. til laga um búfjárrækt og að nokkru frv. til laga um loftferðir 1962 og 1963). í grg. með fyrrnefndu frv. til laga um breyting á siglingalögum, en það var lagt fram árið 1968 og dagaði uppi, er höfðað til stéttarhagsmuna og því haldið fram, að sjó- menn búi við lakari skaðabótarétt en þeir, sem vinna í landi. 1 frumvörpum og umræðum á Alþingi er þó stöku sinnum að finna efnislegri rök en þau, sem fyrr greinir, t.d. í grg. með frv. til umferðar- laga,56 en þar er beitt lagatæknilegum rökum. 1 lagafrumvörpum hef- ur þó einkum verið vísað til þess, að tiltekin starfsemi sé hættuleg (um- ræður alþingismanna um bifreiðalög 1914, frv. til umferðarlaga 1957 og frv. til laga um breyting á siglingalögum nr. 66/1963 árið 1970). Hins vegar skortir nánari rök fyrir því, hvers vegna hrein hlutlæg ábyrgð skuli fylgja hættulegri starfrækslu og hvers vegna lagt sé til, að hlutlæg ábyrgð verði tekin upp varðandi tiltekna starfsemi en ekki aðrar tegundir hættulegrar starfrækslu. Eigi er heldur gerð grein fyrir öðrum kostum, sem hugsanléga gætu komið að sama gagni og hlutlæg bótaskylda, t.d. úrræði utan skaðabótaréttar (slysatryggingar o.fl.) eða aðrar víðtækar bótareglur eins og sakarlíkindaregla. Höfund- ar og flytjendur lagafrumvarpa láta og nægja að fullyrða, að tiltekinn 56 Alþt. 1956 A, bls. 488. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.