Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Síða 34
rekstur eða tæki séu hættuleg, án þess að benda á tölfræðileg gögn eða aðrar upplýsingar um orsakir tjóns, tjónstíðni, umfang tjóns o.s. frv. Tillögum um hlutlæga ábyrgð fylgir almennt ekki úttekt á því, hverjar fjárhagslegar afleiðingar lagabreytingar kunni að hafa. í frv. til umferðarlaga 1957 segir, að ekki sé sennilegt, að alger ábyrgðar- regla valdi iðgjaldahækkun. Er sú fullyrðing studd því, að í fram- kvæmd hafi bótaákvæðum bifreiðalaga verið beitt sem um algera (ob- jectiva) ábyrgð væri að ræða og iðgjöld bifreiðatryggingafélaga hafi miðast við þá reynslu.57 1 grg. með frv. um breytingar á siglingalög- um árið 1970, segir, að ljóst sé, að „bættum tryggingum“ fylgi aukin útgjöld í einhverri mynd. Síðan er bent á að tryggingafræðingar þurfi að fjalla um, hver áhrif hin nýja ábyrgðarregla hafi, ef að lögum verði. Málin þurfi að „skoða vandlega í heild og reyna síðan að marka skynsamlega stefnu.“58 1 þessu felst með öðrum orðum, að frumvarp- ið er flutt án undanfarandi athugunar á afleiðingum þess.59 Af framangreindu yfirliti um lögfestar hlutlægar bótareglur sést, að helstu lagafyrirmæli um hlutlæga ábyrgð eiga sér annað hvort fyrir- myndir í erlendum rétti (loftferðalög, umferðarlög og lög um heimild til að staðfesta alþjóðasamninga um olíumengun sjávar) eða í rótgrón- um í'éttarhugmyndum fyrri alda (reglur um ágang búfjár). Hlutlægar lagareglur, sem telja má séríslensk fyrirbæri í skaðabótarétti nútím- ans, eru í lögum um fjölbýlishús og siglingalögum, sbr. lög nr. 108/ 1972, en síðargreinda reglan skiptir litlu máli í framkvæmd eins og áður greinir. Þótt flestar íslenskar reglur um hlutlæga ábyrgð eigi sér hliðstæðu í nágrannaríkjunum og ýmsar þeirra taki til athafnasviða, þar sem hefðbundnar röksemdir um „hættulegan atvinnurekstur“ eiga við, sbr. 3.1. hér að framan, er ekki kleift að benda á almenn sameiginleg rök að baki íslenskrar lagasetningar um hlutlæga ábyrgð. Svipaða sögu er að segj-a af rökum með hlutlægri ábyrgð víða annars staðar. Yfirleitt hafa allólíkir þættir haft áhrif á þróun hlutlægrar ábyrgðar í heim- inum.60 Líklega hættir lögfræðingum til að ofmeta áhrif hinna hefð- bundnu lagaraka á þróunina. A.m.k. vill það stundum gleymast, að „ómálefnaleg“ sjónarmið, eins og t.d. áhrif þrýstihópa, geta haft úr- slitaáhrif á lagasetningu. 57 Alþt. 1956 A, bls. 488. 58 Alþt. 1970 A, bls. 1439. 59 Sjá einnig Arnljótur Björnsson, 1972, 247. 60 Sjá til samanburðar Stone, bls. 6-7. 28

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.