Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1984, Page 48
Stjórn Lögfræðingafélags islands 1982—1983 Standandi frá vinstri: Valgeir Pálsson, gjaldkeri, Ólöf Pétursdóttir, fram- kvæmdastjóri Tfmarits lögfræSinga, Logi Guðbrandsson, meðstjórnandi, Guð- rún Erlendsdóttir, varaformaður og Baldur Guðlaugsson, meðstjórnandi. Sitj- andi: Arnljótur Björnsson, formaður. Á myndina vantar Þorgeir Örlygsson, ritara. Allir fundirnir nema tveir voru haldnir að kvöldi til t Lögbergi. Fundirnir 14. janúar og 6. maí voru hádegisverðarfundir í veitingahúsinu Þingholti. Það ný- mæli var tekið upp, að sumum framsöguerindunum eða útdrætti úr þeim var dreift fjölrituðum fyrir fundina, þannig að fundarmenn áttu þess kost að kynna sér efnið með góðum fyrirvara. Var þetta gert í því skyni að örva þátttöku í almennum umræðum. Árangur varð þó ekki eins góður og stjórn félagsins hafði gert ráð fyrir. Hið árlega málþing félagsins fór fram að Fólkvangi á Kjalarnesi laugar- daginn 22. október. Var umræðuefni málþingsins sameignarfélög. Á málþing- inu hafði dr. Gaukur Jörundsson, prófessor framsögu um „Almennar og sér- stakar reglur um sameign", Páll Skúlason, lögfræðingur um „Ákvarðanatöku í sameignarfélögum“, Stefán Már Stefánsson, prófessor um „Sameignarfélag sem aðila að dómsmálum", Friðgeir Björnsson, borgardómari um „Ábyrgð sameigenda á skuldbindingum sameignarfélags við eigendaskipti“, Gylfi Knudsen, deildarstjóri um „Skattamál sameignarfélaga“ og Sigurður Helgi Guðjónsson, fulltrúi yfirborgardómara um „Sameign fjölbýlishúsa". Miklar um- ræður urðu á milli framsöguerinda og að þeim loknum. Stjórnaði Sigurður Líndal, prófessor þeim. Málþingið var fjölsótt. Voru þátttakendur alls 95. Alls sóttu 500 menn fræðafundi og málþing félagsins á starfsárinu. 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.