Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 8
Hér er raunar aðeins um brot af stærra máli að ræða, sem er endur- skoðun stjórnlaganna. Ekki er því úr vegi að rifja upp að nú eru brátt liðin sex ár síðan þáverandi Stjórnarskrárnefnd skilaði ítarlegum tillögum til þing- flokkanna um endurskoðun stjórnarskrárinnar og þá ekki slst mannréttinda- kafla hennar. Þær tillögur voru síðan lagðar fram á Alþingi í frumvarpsformi vorið 1983 af formanni nefndarinnar, Gunnari Thoroddsen forsætisráðherra. Meðal þess sem þar var á blaði voru ákvæði sem tryggja mönnum, auk prentfrelsis, tjáningarfrelsi í hvaða mynd sem er, mun ítarlegri ákvæði um friðhelgi heimilis og einkalífs, bann við afturvirkni refsilaga, ákvæði um hand- töku og aðra frelsissviptingu sem auka réttaröryggi, um jafnrétti þegnanna og ákvæði um helstú félagsleg réttindi sem öllum mönnum skulu vera tryggð. Það er skemmst frá þvl að segja að hvorki Alþingi né ríkisstjórnum hefur síðan gefist tóm til þess I frumskógi dægurmálanna að fjalla um þessar til- lögur um endurskoðun stjórnlaganna. Er þá undanskilin tillagan um að stofna embætti umboðsmanns Alþingis, en önnur nýmæli hafa ekki komist á dag- skrá. Við svo búið má ekki mikið lengur standa og ekki tjóar að hafa enn á ný yfir það gamla viðkvæði að stjórnarskrárnefndir lýðveldisins Ijúki ekki störfum og skili engum tillögum. Það er einfaldlega ekki rétt. Því geta menn svo velt fyrir sér á hvern hátt sé skynsamlegast að standa að lögfestingu nýrra mannréttindaákvæða. Þau þurfa ekki öll að standa í stjórnarskrá. Það mál tengist spurningunni um upptöku ákvæða mannréttinda- samninganna alþjóðlegu í íslenskan rétt, bæði Evrópusamningsins og samn- inga Sameinuðu þjóðanna. Ýmsum alþjóðasamningum sem ísland hefur gerst aðili að hefur verið veitt lagagildi og til greina kemur að hafa þann háttinn á um mannréttindasamningana. Hitt kemur þó ekki síður til greina að fella bæði inn i stjórnarskrá og almenn lög þau mannréttindaákvæði samning- anna sem enn skortir I íslenskum rétti. Hvað sem öðru liður verður ekki öllu lengur unað við núverandi ástand: að þær alþjóðlegu skuldbindingar sem lýðveldið hefur undirgengist á þessu mikilvæga sviði hafi ekkert lagagildi þegar inn fyrir landsteinana er komið. Bréf umboðsmanns til forsætisráðherra gæti átt þátt í að breyta þvi. Gunnar G. Schram 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.