Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 81

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 81
því verki lokið. Þar er raunar við mjög margvíslegan vanda að etja, sem ekki er ástæða til að fjölyrða um hér. Loks hafa verið fengnir menn frá Prentsmiðjunni Odda hf. til að segja til um, í hvaða formi beri að afhenda tölvutexta til prentunar, og er það nú í athugun. Tækni til textaflutnings er nú miklu fullkomnari en áður, svo að vonir standa til, að vinnsla í prentsmiðju taki talsvert skemmri tíma en áður. Aðalvandinn er nú sá að fá nægilegan vinnukraft til að lesa lagatextann yfir, áður en hann verður prentaður. Gerðardómur og ráðgjafarþjónusta Lagastofnunar. Formaður verkefnanefndar, Stefán Már Stefánsson, hefur gert svofellda grein fyrir starfseminni: Með ályktun deildarfundar lagadeildar 28. febrúar 1986 var ákveðið að setja á stofn sérstakan gerðardóm og þjónustumiðstöð Lagastofnunar Háskóla íslands. Starfsemin hófst þegar á því ári. Alls hafa nú borist beiðnir um 20 þjónustuverkefni og gerðardóma. Af þessum verkefnum eru nú 18 til lykta leidd. Aðeins tvær beiðnir hafa borist um gerðardómsmeðferð, báðar frá einka- aðilum. Annað málið varðaði skýringu á kaupsamningi, en hitt vörumerki. Einn gerðarmaður var tilnefndur að fara með hvort mál. Beiðnir um þjónustuverkefni hafa einkum borist frá opinberum aðilum. Má þar m.a. nefna beiðni Fiskveiðasjóðs íslands, Félagsmálaráðuneytisins, Flug- málastjórnar, Seðlabanka íslands, Háskóla íslands, Landlæknis, Stúdenta- ráðs Háskóla íslands, Húsnæðismálastjórnar og Alþingis. Til að leysa þessi verkefni hefur verkefnanefnd einkum valið kennara laga- deildar. Hefur stundum reynst erfitt að fá þá til verka vegna annríkis við önnur störf. Hefur verkefnanefnd þá snúið sér til annarra. Hún hefur sett sér þá reglu að skipa ávallt tvo menn hið fæsta til að afgreiða beiðnir um þjónustu- verkefni. Er að því stefnt að taka upp sömu reglu um gerðardóma. Þess má að lokum geta, að nokkuð virðist hafa dregið úr starfseminni á undanförnum mánuðum eftir talsvert kraftmikla byrjun. Engin sérstök eða sjáanleg skýring er á þessu, en þó skal á það bent, að starfsemin hefur lítið verið auglýst. Loks er rétt að vekja athygli á því, að starfsemi umboðsmanns Alþingis kann að leiða til minni þarfar fyrir þjónustuverkefni Lagastofnunar. Sigurður Líndal forstöðumaður 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.