Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Síða 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Síða 18
I framhaldi af þessu taldi Ólafur Lárusson, að ef litið væri til þeirr- ar lögverndar, sem kaupandinn nyti, þá væri réttur hans fullkomlega varinn gegn seljanda sjálfum, þótt hann hefði aðeins gert kaupsamn- ing við hann. Lögvernd hans gagnvart seljanda sé ekki við það bundin, að hann hafi fengið afsal sér til handa, og aukist ekki við útgáfu af- salsins. Lögvernd gagnvart þriðja manni fáist hins vegar ekki fyrr en við þinglýsingu gerningsins. Gagnvart þriðja manni fái kaupandinn ekki meiri vernd við útgáfu afsalsins en hann hafði með kaupsamn- ingnum einum. Hins vegar vséri sennilega rétt að líta svo á, að þing- lýsing kaupsamningsins veitti kaupanda fulla vernd fyrir rétti sínum gegn þriðja manni. 1 þessum viðskiptum verði því aðgreiningin milli kröfuréttargerningsins og hlutaréttargerningsins engin, en hins vegar skipti það miklu máli, hvort réttur kaupandans sé skilyrtur eða ekki. Þýðing afsalsins sé þá ekki sú, að það yfirfæri eignarréttinn, heldur sú, að það geri eignarrétt kaupanda, sem áður hafi verið skilyrtur, óskilyrtan. V. ALMENNT UM RÉTTARSAMBAND SELJANDA OG KAUP- ANDA, ÞEGAR KAUPSAMNINGUR HEFUR VERIÐ GERÐUR, EN AFSAL EKKI GEFIÐ ÚT. 1. Skilyitur eignarréttur. Eins og áður er að vikið (III), var við það miðað í eldri norrænum kenningum, að eignarréttur, hvort heldur að fasteignum eða lausafé, gæti færst yfir frá framseljanda til framsalshafa með ákveðnum skil- yrðum.14) Þegar um skilyrta yfirfærslu eignarréttar var að ræða, var það lagt til grundvallar, að eignarrétturinn væri óskiptanlegur, þannig að ávallt væri hægt að benda á annan aðilann sem raunveru- legan eiganda. Fór það eftir samningi aðila, hvort heldur það var selj- andi eða kaupandi, sem var hinn raunverulegi eigandi. Skilyrðið gat ýmist verið „resolutivt" eða ,,suspensivt“.15) Því hefur verið haldið fram, að réttarsambandi seljanda og kaup- 14) Sjá Illum, Dansk tingsret, bls. 162, 213 og 295. 15) Ef samningur aðila gekk út á það, að kaupandinn yrði raunverulegur eigandi, var talað um resolutivt skilyrði. Eignarréttur kaupanda varð þá virkur strax við samning, en gat gengið til baka, þegar ákveðin skilyrði sköpuðust, sem gerðu eignarrétt fram- seljandans virkan á ný. Ekkert var því hins vegar til fyrirstöðu, að kaupandinn eign- aðist samkvæmt samningnum aðeins rétt til þess að verða eigandi og að sá réttur yrði fyrst virkur, þegar kaupandinn uppfyllti ákveðin skilyrði. Var þá sagt, að skilyrðið væri suspensivt. Sjá nánar Illum, Dansk tingsret, bls. 213. 12
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.