Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 21

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 21
með því að rifta kaupin samkvæmt lögjöfnun frá 28. gr. laga nr. 89/ 1922 um lausafjárkaup (kaupalaga) og taka hið selda til baka, ef kaup- andinn vanefnir skyldur sínar. Sjá t.d. Hrd. 1966. 423 og Hrd. 1975. 611. Hefur verið litið svo á, að seljandi haldi riftunarrétti sínum allt þar til afsal hefur verið gefið út. Gildir því ekki í fasteignakaupum sam- bærileg regla og fram kemur í 2. mgr. 28. gr. kaupalaga.22) Er staða seljandans því líkust stöðu veðhafa, þótt að vísu sé munur á þeim fulln- ustuaðferðum, sem seljandi annars vegar og veðhafar hins vegar geta beitt. Veðhafinn fær fullnustu kröfu sinnar við uppboðssölu hinnar veðsettu eignar, en seljandinn tekur eignina til baka. Kaupsamningur um fasteign, sem háður er skilyrðum um greiðslu kaupverðs (skilyrt afsal), hefur því sömu réttaráhrif og eignarréttarfyrirvari í lausa- fjárkaupum. Ef seljandinn riftir kaupin, eiga við reglur 57. gr. kaupalaga, þ.e.a.s. seljandinn á ekki rétt til þess að fá aftur hið selda, nema hann skili aftur því, sem hann hefur fengið af andvirði hins selda, og kaupand- inn á ekki rétt á því, að fá andvirðið endurgreitt, nema því aðeins að hann skili aftur því, sem hann hefur við tekið, í sama ástandi að öllu verulegu, sem það var í, er hann tók við því. Trygging seljandans felst í því, að hann gefur ekki út afsal, fyrr en kaupandinn hefur efnt allar skyldur sínar og þar með uppfyllt skil- yrði kaupsamningsins. Svo sem nánar verður rakið síðar, gengur tryggingarréttur seljandans ekki framar þegar stofnuðum veðréttind- um í hinni seldu fasteign, en hins vegar kemur hann næst á eftir þeim og gengur framar réttindum, sem kaupandinn hefur stofnað yfir hinu selda.23) Er líklegt, að íslenskir uppboðsdómstólar byggi á því sjónar- miði við úthlutun uppboðsandvirðis við nauðungarsölu eignar, eins og nánar verður rakið síðar.24) Framangreindur réttur seljandans lýsir sér ennfremur í því, að hann á samkvæmt 54. gr. laga nr. 20/1954 rétt til hlutdeildar í vátryggingarbótum, ef fasteignin t.d. brennur og vá- tryggingarbæturnar eru ekki notaðar til þess að endurbyggja hana. íslenskir dómstólar hafa lagt það til grundvallar, að í fasteigna- 22) Sjá Illutn, bls. 296—297. Sjá ennfremur Elmer og Skouby, bls. 65. 23) Sjá Illum, bls. 297, sem segir, að seljandinn eigi blutbundinn rétt, sem njóti forgangs í eigninni næst á eftir þegar stofnuðum réttindum yfir eigninni. Sjá einnig Stefdn Mdr Stefánsson, Nauðungaruppboð, 2. útg. 1978, bls. 60, sem telur það eðlilega niðurstöðu, að um kröfu til eftirstöðva kaupverðs sé beitt sömu reglum og um kröfur, sem tryggð- ar eru með veðrétti. Um sama efni sjá ennfremur Jens Anker Andersen, Tvangsauktion over ejendom pá betinget skpde, Fuldmægtigen 1975, bls. 24, sem telur, að lögjafna eigi frá reglum um veðtryggðar kröfur. 24) Sjá Stefdn Már Stefdnsson, Nauðungaruppboð, bls. 60. 15

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.