Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 58

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 58
stætt vald til að beita áminningu við agabrot dómara og geti síðan vikið honum frá um stundarsakir ef áminning hefur ekki komið að haldi. 1 þessu sambandi myndi ein áminning nægja. Þá er einnig gert ráð fyrir heimild til að víkja dómara frá um stundarsakir ef dómari hefur hlotið áminningu æðra dóms. Þetta verður að skilja svo að átt sé við aðfinnslu vegna yfirsjónar dómara sem fram koma í dómum Hæstaréttar. Ekkert er því til fyrirstöðu samkvæmt greininni að dóm- ari hljóti áminningu bæði hjá forstöðumanni dómaraembættis og dóms- málaráðherra fyrir sömu yfirsjónina. Eg legg til að dómarar skoði vel hvað þarna er á ferðinni. Þegar dómari hlýtur áminningu er það alvarlegt fyrir hann og getur verið veruleg skerðing á sjálfstæði hans. Það er því nauðsynlegt að við með- ferð slíkra mála séu fastmótaðar reglur. 1 þessu sambandi er eitt atriði sem verður að teljast þýðingarmikið og það er réttur dómara til að fá vitneskju um, svo fljótt sem auðið er, hvort athafnir í dómara- starfi eða utan þess muni leiða til áminningar. Þá þarf að tryggja að dómari fái að tjá sig um þær sakir áður en honum er lesin áminning. Þetta tryggja lögin ekki. Aðrar sakir en þær sem dómari hefur hlotið áminningu fyrir á ekki að nota gegn dómara, t.d. þegar metin er um- sókn dómara um stöðu. Á þessu hefur verið verulegur misbrestur. Vegna fámennis okkar og vegna þess hversu dómstólar eru hér litlir er meðferð agavalds erfið. Æskilegra er því að meðferð þessa valds sé alfarið í höndum sérstakrar aganefndar, en ekki forstöðumanna dóm- araembætta né dómsmálaráðherra. Með því er tryggt meira samræmi í meðferð agavalds sem verður að teljast þýðingarmikið atriði fyrir dómara. Það gæti hugsast að dómari teldi afskipti yfirmanns vera brot á 61. gr. stjskr. Ekki væri óeðlilegt að sérstök aganefnd fjallaði um svo mikilvæga málsvörn dómara en ekki forstöðumaður einn. Aga- nefnd ætti að fjalla, með sérstakri agameðferð, um meint afbrot dóm- ara eftir beiðni forstöðumanns dómaraembættis, forseta Hæstaréttar, dómsmálaráðherra og jafnvel fl. Þá mæti aganefnd hvort byrja ætti slíka meðferð gegn dómara, með öðrum orðum: hún gæti vísað kærum frá ex offico. Slík nefnd mætti e.t.v. heita einhverju öðru nafni og jafn- vel mætti fela dómnefnd þeirri sem gert er ráð fyrir í frumvarpi til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds, meðferð agavalds. í 4. mgr. 35. gr. eml. segir: „Ef svo verður ástatt um dómara er settur hefur verið til að gegna dómaraembætti um stundarsakir eða dómara skv. 30. gr. (setudómari) eða fulltrúa dómara sem í 3. mgr. segir, getur dómsmálaráðherra þegar tekið af honum starfann án þess að bera þurfi málið undir dómstóla.“ 52

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.