Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 67

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 67
Seljendur, sem rekið höfðu verktakafyrirtæki um árabil, kröfðust aðallega sýknu en til vara að kröfur yrðu stórlega lækkaðar. Helstu rök þeirra voru að verulegar viðgerðir og endurbætur hefðu verið gerðar á valtaranum á árunum 1982 og 1983. Tilboð kaupanda, sem hafði látið skoða hinar keyptu vélar vandlega, hefði byggst á ástandi vélanna en ekki á aldri þeirra, enda skipti aldur litlu máli þegar um svo gömul tæki væri að ræða. Þá hefði matið ekki byggst á verðmæti hins keypta valtara heldur verðmun á völturum af árgerðunum 1969 og 1974 almennt. Valtarinn hefði ekki verið verðminni á söludegi en valtarar almennt af þessari tegund af árgerð 1974 vegna þess við- halds og endurnýjunar sem framkvæmd hefði verið. Því hafi kaup- andi ekki sannanlega beðið neitt tjón við kaupin. 3.3. Niðurstaða héraðsdóms. Héraðsdómur, sem skipaður var tveimur sérfróðum meðdómsmönn- um auk héraðsdómara, taldi upplýsingar skorta um kaupverð valt- arans. Ósannað þótti að árgerð hefði verið forsenda fyrir umsömdu kaupverði og ekki upplýst að slit í valtaranum væri meira en upplýs- ingar seljenda gáfu til kynna eða kaupandi gat kynnt sér við skoðun. Þá taldi héraðsdómur ósannað að valtarinn hefði verið verðminni en kaupandi gekk út frá við kaupin og var hann hvorki talinn eiga rétt á skaðabótum né afslætti. Voru seljendur því sýknaðir af kröfum kaupanda. 3.4. Niðurstaða Hæstaréttar. Kaupandi áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og krafði seljendur um sömu fjárhæð og í héraði, en nú sem bætur og/eða afslátt. Seljendur kröfðust staðfestingar héraðsdóms. Hæstiréttur lagði til grundvallar að sá seljenda sem annaðist söluna hefði gefið þær upplýsingar að valtarinn væri af árgerð 1974 og taldi hann ekki hafa vitað um rétta árgerð valtarans. Hæstiréttur taldi að þótt ekki væri tæknilegur munur á völturum af árgerðunum 1974 og 1969 væri ljóst að vélar og tæki yrðu verðminni með aldrinum og miðaðist markaðsverð að nokkru leyti við árgerð þeirra. Kaupandi hefði mátt treysta því að upplýsingar, sem lágu fyrir við kaupin væru réttar. Var því talið að valtarinn hefði vei'ið verð- minni en kaupandi mátti gera í'áð fyrir og þannig haldinn galla. Ekki voi’u talin efni til að dæma seljanda til greiðslu skaðabóta en gallinn talinn veita kaupanda í'étt til afsláttar af kaupverði valtai’ans. 61

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.