Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 11
manna í þessum efnum áttu þó eftir að taka miklum breytingum, eink- um í kringum síðustu aldamót, eins og nánar verður vikið að í kafla III hér á eftir. Þann 6. desember 1988 var kveðinn upp í Hæstarétti dómur í mál- inu nr. 384/1988: Karl Jónsson gegn Sjónvarpsmiðstöðinni h.f. Dóm- ur þessi hefur vakið upp nokkra umræðu meðal íslenskra lögfræðinga um ýmis gamalkunn álitaefni, er tengjast eignarafsölum að fasteign- um. Málsatvik voru þau, að kaupsamningur hafði verið gerður um fasteign. Eftir kaupsamningsgerð gaf seljandinn, sem ekki hafði af- salað eigninni, út skuldabréf tryggt með veði í eigninni. Var veð- skuldabréfið afhent til þinglýsingar, eftir að kaupandinn hafði látið þinglýsa kaupsamningnum. I málinu greindi veðhafa og kaupanda á um það, hvort seljandinn hefði þinglýsta heimild að umræddri eign í skilningi 25. gr. þinglýsingalaga nr. 39/1978 (hér eftir skammstöfuð þl.), þannig að skjöl frá honum væru tæk til þinglýsingar, sbr. ákvæði 1. mgr. 24. gr. þl. Nánar verður vikið að sakarefni málsins í kafla II hér á eftir. Rétt er þó að geta þess strax, að Hæstiréttur felldi úr gildi þá ákvörðun þinglýsingardómara að þinglýsa veðskuldabréfinu á eignina með at- hugasemd um kaupsamninginn. Taldi Hæstiréttur kaupandann hafa þinglýsta heimild að fasteigninni, og þar sem skriflegt samþykki kaup- anda skorti, yrði veðskjalið ekki fært í þinglýsingabók. í umræðum um dóm þennan hafa menn leitt hugann að því, hverjar séu heimildir seljanda og kaupanda til þess að ráðstafa fasteign með löggerningi, þegar svo hagar til, að kaupsamningur hefur verið gerð- ur og honum þinglýst, en afsal hefur ekki enn verið gefið út og skyld- ur kaupanda samkvæmt samningnum eru ekki að fullu efndar. I tilefni dómsins og þeirrar umræðu, sem hann hefur vakið, er ætl- unin í ritgerð þessari að taka til athugunar nokkur atriði, er varða réttarsamband seljanda og kaupanda, þegar kaup hafa verið gerð um fasteign og kaupandi hefur þinglýst kaupsamningi, en seljandi hefur ekki afsalað eigninni. Engan veginn er þess kostur að gera réttarsam- bandi seljanda og kaupanda tæmandi skil í tímaritsgrein sem þessari. Hins vegar er ætlunin að taka til umfjöllunar það, sem almennt ein- kennir réttarsamband seljanda og kaupanda í fasteignakaupum, þegar svo hagar til sem í umræddu hæstaréttarmáli, og verður þar einkum að því hugað, hverja þýðingu það hefur, að seljandi hefur ekki að fullu sleppt eignarhaldi sínu á eigninni (V). I framhaldi af því verður að því vikið, hvorn telja beri hafa þinglýsta eignarheimild að eign í skilningi 1. mgr. 25. gr. þl., seljanda eða kaupanda (VI). Þá verður 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.