Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Síða 16
inn. Með honum lýsti seljandinn því yfir, að kaupandinn yrði eigandi hins selda og þar með var kaupandinn talinn öðlast eignarrétt og lög- vernd gagnvart þriðja manni. Þessari kenningu var fylgt í þýskri, danskri og norskri lögfræði og í dómaframkvæmd, og hér á landi mun einnig hafa verið byggt nokkuð á þessari aðgreiningu.8) Um síðustu aldamót kom fram gagnrýni á framangreinda skiptingu eignarréttinda í hlutaréttindi og kröfuréttindi. Ekki eru efni til í grein sem þessari að reifa öll þau sjónarmið, sem til grundvallar gagnrýn- inni lágu. Þó skal þess getið, að á það var bent af ýmsum fræðimönn- um, að ekki væri gagnger munur á kröfuréttindum annars vegar og hlutaréttindum hins vegar, hvorki varðandi réttinn til umráða yfir hlut né réttarvernd réttindanna. Var í þessu sambandi til þess vitnað, að í vissum tilvikum heimiluðu kröfuréttindi umráð hlutar, eins og t.di ætti við um rétt kaupanda til fasteignar, eftir að kaup hefðu verið gerð en fasteign ekki afhent, og að slík réttindi þyrftu ekki að njóta minni verndar en hlutaréttindi, þar sem verndar mætti afla með þing- lýsingu kaupsamnings.0) 1 framhaldi af þessu setti danski fræðimaðurinn Carl Torp fram kenningar um það, að ekki væri unnt að leysa úr spurningunni um yfirfærslu eignarréttar á jafneinfaldan hátt og áður var talið. Hans kenning var sú, að rannsaka þyrfti spurninguna um eigendaskiptin eftir því, í hvaða sambandi á þá spurningu reyndi, og ekki væri víst, að eigendaskiptin væru jafnan undir sömu atvikum komin. Þannig þyrfti að greina annars vegar milli réttarsambands kaupanda og selj- anda og hins vegar afstöðu þeirra hvors um sig gagnvart viðsemj- endum og skuldheimtumönnum hins. Þá lagði Torp það til grundvallar, að eigendaskipti gætu ekki talist verða á ákveðnum tíma og eignar- rétturinn flyttist ekki milli aðilanna allur og óskiptur, heldur væri í vissum tilvikum unnt að líta svo á, að eigendaskipti hefðu orðið við samning, í öðrum tilvikum hefðu þau ekki orðið fyrr en við afhend- ingu o.s.frv.10) Þau meginsjónarmið Torps, sem hér voru nefnd, eru ráðandi enn í dag í danskri og norskri lögfræði.* 11) Samkvæmt því verður ekki litið 8) Sjá Knud Illum, bls. 162 og 294 og að þvi er íslenskan rétt varðar Ólafur Lárusson, bls. 195. 9) Gaukur Jörundsson, Eignarréttur I, bls. 10, Ólafur Lárusson, bls. 7—9 og Knud Illum, bls. 6—11. 10) Carl Torp, Dansk tingsret, 1916, bls. 330—331. Sjá ennfremur Knud Illum, bls. 169, Gaukur Jörundsson, Eignarréttur II, bls. 191—192, Ólafur Lárusson, bls. 213. 11) Gaukur Jörundsson, Eignarréttur II, bls. 192. W. E. von Eyben, Formuerettigheder, 7. útg. 1983, bls. 158. 10
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.