Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 68
Varðandi fjárhæð afsláttarins taldi Hæstiréttur ósannað að valtarinn hefði verið verðlagður sérstaklega við kaupin. Hæstiréttur taldi kaup- anda eiga rétt á afslætti sem að álitum og með hliðsjón af matsgerð hinna dómkvöddu matsmanna var ákveðinn 175.000,oo krónur. 4. SKILYRÐI AFSLÁTTAR. Krafa um afslátt er eitt af þeim úrræðum sem 42. gr. 1. 39/1922 veitir kaupanda einstaklega ákveðins hlutar gagnvart seljanda vegna galla á söluhlut. 1. mgr. 42. gr. kpl. fjallar eingöngu um afslátt af kaupverði einstaklega ákveðins söluhlutar, en skilyrði afsláttar skv. greininni eru þau sömu og í 43. gr. kpl., en sú grein fjallar um van- efndaúrræði vegna galla þegar um tegundarkaup er að ræða. Á því flest það sem hér er sagt einnig við um tegundarkaup. I dómsmálum þeim, er risið hafa vegna gallaðs lausafjár, hefur þess oftast verið freistað að leita annarra úrræða 42. gr. kpl. en afsláttar, þ.e. riftunar eða skaðabóta. Skýringin á þessu er væntanlega sú að riftun gengur mun lengra en afsláttur, og verður riftunarkrafa því oftast fyrir valinu þegar kaup- andi telur gallann verulegan og kærir sig ekki um söluhlutinn af þeim sökum. Afsláttarkrafa hefur það þó fram yfir riftunarkröfu að galli þai'f ekki að vera verulegur til að afsláttur fáist dæmdur. Þá er skaðabótakrafa í flestum tilfellum hærri en afsláttarkrafa auk þess sem auðveldara er að meta og rökstyðja fjárhæð skaðabótakröfu en afsláttarkröfu. Krafa um afslátt hefur það þó fram yfir skaða- bótakröfu að kaupandi þarf ekki að sanna sök hjá seljanda. Huglæg afstaða hans skiptir ekki máli. Kaupandi er venjulega viss í sinni sök þegar farið er út í gallamál, og virðist þá oftast gleymast að mögulegt er að gera varakröfu um afslátt, þar sem skilyrði fyrir beitingu hans eru rýmri en skilyrði riftunar og skaðabóta. Varakrafa um afslátt ætti að vera sjálfsögð þegar einhver vafi leikur á um að seljandi hafi vitað eða mátt vita um tilvist gallans eða vafasamt er að gallinn verði talinn verulegur. 1 þeim tilvikum þar sem kaupverð er yfir sannvirði getur afsláttar- krafa vegna galla orðið hærri en skaðabótakrafa, og er þá rétt að krefjast afsláttar þó að skilyrði séu til skaðabótakröfu. Á móti kemur að krafa um afleitt tjón, svo sem afnotamissi, verður að sjálfsögðu aldrei tekin til greina þegar krafist er afsláttar af kaupverði. Afsláttar verður ekki krafist samhliða kröfu um riftun eða skaða- 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.