Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 13
kaupverðinu, þegar seljandinn gaf út umrætt skuldabréf. 1 kaupsamn- ingnum var ákvæði þess efnis, að seljandi veitti veðheimild, er kaup- andi óskaði, en þó aldrei fyrir hærri fjárhæð hverju sinni en kaupandi hefði innt af hendi samkvæmt ákvæðum kaupsamningsins. Þann 10. ágúst 1987 var kaupsamningurinn móttekinn til þinglýs- ingar og færður í þinglýsingabók 29. september 1987. Þann 9. sept- ember 1987 gaf seljandinn, Byggingar og ráðgjöf h.f., út veðskulda- bréf til Sjónvarpsmiðstöðvarinnar h.f. að fjárhæð kr. 250.000.00 og var það afhent til þinglýsingar 14. október 1987. Til tryggingar greiðslu bréfsins setti útgefandinn að veði með 2. veðrétti umræddan eignar- hluta í Rangárseli 8, sem hann hafði áður selt Karli Jónssyni með kaupsamningnum frá 10. ágúst 1987. Þinglýsingardómari heimilaði þinglýsingu veðskuldabréfsins og færði það í fasteignabók 18. október 1988, en með athugasemd um áðurgreindan kaupsamning. Við þá ákvörðun vildi kaupsamningshafi ekki una og kærði úrlausn þinglýsingardómara til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti gerði kærandi þær dómkröfur, að úrlausn þinglýsingar- dómara yrði hrundið og lagt yrði fyrir þinglýsingardómara að vísa umræddu veðskjali frá þinglýsingu. Varnaraðili krafðist þess, að þing- lýsing bréfsins stæði samkvæmt ákvörðun þinglýsingardómara. Hæsti- réttur féllst á kröfur kæranda og taldi, að afmá bæri þinglýsinguna og vísa bæri umræddu veðskuldabréfi frá þinglýsingu. Þinglýsingardómari sendi Hæstarétti skýringar sínar samkvæmt 8. gr. laga nr. 39/1978. f þeim sagði, að við athugun hefði komið í ljós, að útgefandi bréfsins, Byggingar og ráðgjöf h.f., væri skráður eig- andi hins veðsetta eignarhluta í fasteignabók, en 10. ágúst 1987 hefði verið þinglýst kaupsamningi við Karl Jónsson. Karl Jónsson hafi ekki, að því er séð verði, samþykkt veðsetninguna og því hafi þinglýsingu verið frestað, uns úr því yrði bætt. Viðræður hafi farið fram milli embættisins, kaupsamningshafa og þinglýsingarbeiðanda og fram hafi komið, að ýmsar greinir voru með seljanda og kaupanda. Leitað hafi verið sátta varðandi þinglýsinguna. Kaupandinn hafi ekki aðeins neit- að að samþykkja veðsetninguna heldur og krafist þess, að veðskulda- bréfinu yrði vísað frá þinglýsingu, en þinglýsingarbeiðandi (veðhafinn) gert kröfu um, að þinglýsing færi fram. Þá segir í skýringum þinglýsingardómara, að dómarinn hafi ekki talið rétt, að hann tæki afstöðu til ágreinings kaupsamningshafa og seljanda og hann hafi talið, að í frávísun skjalsins frá þinglýsingu myndi það felast, að hann væri með nokkrum hætti að taka slíka afstöðu. Kvaðst hann því hafa álitið réttara að leyfa þinglýsingu með athuga- 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.