Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 43
lýsingar á, og ræðst því framkvæmdin í hverju einstöku tilviki af orðalaginu. Þegar kaupandi veðsetur réttindi sín samkvæmt kaupsamningi, verð- ur ekki séð, að neitt mæli gegn því, að í veðskjalinu sé tekið svo til orða, að eignin sem slík sé veðsett, ef fram kemur jafnframt, að virtur er réttur seljandans. Við fjárnáms- og lögtaksgerðir skuldheimtu- manna kaupanda er hins vegar yfirleitt tekið svo til orða, að gert sé fjárnám eða lögtak í rétti kaupandans samkvæmt kaupsamningnum, og þeim réttargerðum þannig þinglýst á eignina.85) Algengt er í kaupsamningum um fasteignir, að samið sé um veð- setningarheimildir aðila, einkum þó heimildir kaupandans, þannig að hann hafi, þar til afsal hefur verið gefið út, heimild til þess að veð- setja eign að ákveðnu marki. Er þá tíðast við það miðað, að kaup- andinn hafi heimild til þess að veðsetja eignina fyrir jafnhárri fjár- hæð og hann hefur greitt hverju sinni af kaupverðinu. Þrátt fyrir þinglýst samningsákvæði um slíkar veðheimildir, hafa þinglýsingar- dómarar eigi að síður krafist þess, að lagt sé fram hverju sinni skrif- legt samþykki seljanda fyrir umræddri veðsetningu kaupandans, og hefur veðskjölum, sem frá kaupanda stafa, verið vísað frá þinglýs- ingu, ef slíkt samþykki skortir. Er hugsunin að baki þessari fram- kvæmd sú að fá staðfestingu seljandans á því, að kaupandinn hafi staðið við skyldur sínar samkvæmt samningnum. Undantekning frá því að krefjast slíks skriflegs samþykkis seljanda hverju sinni hefur einungis verið gerð í þeim tilvikum, þegar kaupsamningur kveður á um heimild kaupandans til þess að veðsetja eignina fyrir tiltekinni lánsfjárhæð, sem bundin er ákveðinni vísitölu, hjá nánar tilgreind- um kröfuhafa (lánasjóði). Um afléttingu eða aflýsingu samningsbundinna réttinda, sem frá kaupanda stafa, þegar seljandi riftir kaupin og tekur eignina til baka, gilda væntanlega reglur 1. mgr. 38. gr. eða 1. mgr. 39. gr. þl. 4. Um fullnustugerðir skuklheimtumanna kaupanda. Skuldheimtumenn kaupanda hafa sama rétt og skuldheimtumenn seljanda til þess að framkvæma bráðabirgðatryggingarráðstafanir í réttindum þeim, sem kaupsamningur veitir skuldunaut þeirra, og gera aðför í réttindum hans. 85) Sjá ura þctta atriði lllum, Dausk tingsret, bls. 301. 37

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.