Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 56
Þá hafi verið veittir frestir á víxl og síðan hafi málið legið hjá dóm- aranum í 8 mánuði áður en það var munnlega flutt. Héraðsdómari var dæmdur til sekta samkv. 3. mgr. 34. gr. eml. og lögmaður sömuleiðis og þeim ákvörðuð vararefsing 4 daga varðhald. 1 HRD 1948/255 er kærð til Hæstaréttar ákvörðun dómara um rit- laun og dómari ennfremur kærður fyrir drátt á afgreiðslu dómsgerða. Dómari var dæmdur til að endurgreiða tiltekna fjárhæð f.h. ríkissjóðs vegna oftekinna ritlauna, en sektarkröfu á hendur honum var hafnað með vísan til greinargerðar dómara, þar sem fram kom að fámennt starfslið var við embættið. Ábyrgð á hendur dómara má koma fram með þrennum hætti. í fyrsta lagi með áminningum eða aðfinnslum. I öðru lagi með skaðabóta- greiðslum og í þriðja lagi með refsingu. Það er ekki ætlun mín að rita hér frekar um skaðabóta- eða refsi- ábyrgð dómara á verkum hans. Um það svið hefur talsvert verið fjall- að. Þó má til upprifjunar geta þess að skv. 1. mgr. 34. gr. eml. skal dómari bæta tjón af dómverkum sínum, ef hann veldur því af ásetn- ingi eða gáleysi.1 Um refsiábyrgð dómara fer etfir almennum hegn- ingarlögum og sérákvæði einstakra laga. Ég mun hins vegar að mestu halda mig við þær ávirðingar á hendur dómara sem ekki þykir ástæða til að refsa fyrir og leitt geta til áminningar á hendur honum. 1 1. mgr. 35. gr. eml. svo sem henni var breytt með lögum nr. 54/ 1988 segir: „Geri dómari eða dómarafulltrúi sig sekan um vanrækslu í dómarastarfi án þess þó að refsing liggi við að lögum eða framkoma hans eða athafnir í dómarastarfi eða utan þess þykja að öðru leyti ósamrýmanlegar dómarastarfinu skal veita honum áminningu." Grein- in er sótt í 48. gr. dönsku réttarfarslaganna (Retsplejeloven). Tilgangur lagasetningarinnar er eflaust sá, að við stjórnun dóm- stóla sé forstöðumanni dómaraembættis nauðsynlegt að hafa beina lagaheimild til að geta haft afskipti af meintri vanrækslu dómara í starfi svo og framkomu hans og athöfnum í dómarastarfi. Má því ætla að þau ákvæði laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur opinberra starfs- manna, svo sem 30. gr. þeirra laga, hafi ekki verið talin nægjanlega trygg heimild til handa forstöðumanni dómaraembættis til að veita dómara áminningu. Þá er einnig kveðið á um það í greininni að framkoma dómara eða athafnir utan dómarastarfs kunni að þykja ósamrýmanlegar dómara- 1 Þessi grein er i beinni andstöðu við ákvæði í „Basic Principles on the Independence of the ludiciany" samkvæmt samþykktum allslieriarþings Sameinuðu þjóðanna árið 1985, nr. 40/32 og 4/146. 50

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.