Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 44
a) Kyrrsetning. Hér eiga að mörgu leyti við sömu sjónarmið og rakin voru í kafla VII.2.a). Réttindi kaupanda samkvæmt kaupsamningi verða kyrrsett samkvæmt 6. gr. laga nr. 18/1949 eins og aðrir fjármunir kaupandans. Hafi kaupsamningi verið þinglýst, verður kyrrsetningargerð í rétti kaupanda þinglýst á eignina, en væntanlega með athugasemd um, að gerðarþoli sé ekki þinglýstur afsalshafi (og þar með athugasemd um rétt seljanda til eftirstöðvanna). Þá er og líklegt samkvæmt 2. mgr. 24. gr. þl., að sama gildi, þótt kaupsamningi hafi ekki verið þinglýst, en þá með athugasemd um heimildarbrest gerðarþola. Þegar þinglýst er kyrrsetningargerðum skuldheimtumanna kaupand- ans eftir þinglýsingu kaupsamnings, verður að ætla, að réttur seljanda samkvæmt eftirstöðvabréfi, útgefnu af kaupanda og þinglýstu eftir þinglýsingu kyrrsetningargerðarinnar, gangi framar rétti skuldheimtu- mannanna, og verður því þá þinglýst án athugasemdar um kyrrsetning- una.80) Stafar þetta af því, að kyrrsetningin er gerð í réttindum kaup- andans, en þau réttindi takmarkast samkvæmt hinum þinglýsta kaup- samningi af rétti seljandans til þess að fá eftirstöðvabréfið. í þinglýs- ingarframkvæmd hér á landi mun þó yfirleitt tíðkað að rita athuga- semd á eftirstöðvabréfið um kyrrsetningargerðina, þegar svo stendur á sem hér var rakið. Réttur kyrrsetningarhafa gengur á hinn bóginn framar rétti kaupandans til afsalsins. Verður afsali til kaupanda því væntanlega þinglýst með athugasemd um rétt kyrrsetningarhafa, enda er þar um að ræða atvik, sem rekja má til kaupandans sjálfs.87) b) Aðfarar- og uppboðsgerðir. Skuldheimtumenn kaupandans geta gert aðför í rétti hans, þ.e. annað- hvort hinum skilyrta eignarrétti hans samkvæmt kaupsamningi eða rétti hans til endurgreiðslu kaupverðs, ef kaup ganga til baka.88) Stefán Már Stefánsson bendir á, að ekki skipti öllu máli, hvernig fjárnám er orðað að þessu leyti.89) Aðalatriðið sé það, að fjárnámshafi verði í einu og öllu að virða rétt seljanda á sama hátt og kaupandi. Fjárnámsandlagið megi selja á nauðungaruppboði. Við uppboðssölu sé rétt að halda fasteignauppboð, þar sem hér séu mikil verðmæti í húfi og reglurnar um uppboð fasteigna séu ítarlegri og veiti uppboðsþola 86) V. Ravnsholt Rasmussen, bls. 253. 87) V. Ravnsholt Rastnussen, bls. 253. 88) W. E. von Eyben, bls. 273; Stefán Már Stefánsson, bls. 59. 89) Stefán Már Stefánsson, bls. 59. 38

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.