Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 32
nauðungaruppboði, verður og fært í fasteignabók, þótt grundvöllur uppboðs sé veðréttur, er stofnaður var með löggerningi af þeim, sem ekki hafði eða hefur þinglýsta heimild eða eins vai’ ástatt um þann, er aðför var gerð hjá. Umhugsunarefni er, hversu bókstaflega beri að skilja þau orð 2. mgr. 24. gr. þl., að aðfarar- og kyrrsetningargerðum í fasteign verði þinglýst, þótt gerðarþola skorti þinglýsta heimild til eignarinnar. Þótt hvorki komi það fram í ákvæðinu sjálfu né athugasemdum með því, er tæplega átt við það, að þinglýsa megi skjali, þótt gerðarþoli eigi alls engan rétt til viðkomandi eignar. Hér hlýtur fyrst og fremst að vera átt við þá gerðarþola, sem eiga réttindi yfir eign, en skortir þing- lýstar heimildir fyrir þeim rétti af einhverjum ástæðum. Styðst sú skýring við orðalag athugasemda greinargerðar við 24. gr. þl. þess efnis, að ákvæði greinarinnar eigi við, þegar „ . . . eignarheimild gerðar- þola er ekki í lagi .. . “. Þá á þessi skýring sér og stoð í fyrirmynd ákvæðisins, þ.e. 13. gr. norsku þinglýsingalaganna.54) Þinglýsingarframkvæmd, t.d. í Reykjavík, er með þeim hætti, að hin tilvitnuðu orð 2. mgr. 24. gr. þl. eru túlkuð samkvæmt orðanna hljóðan og réttargerðum þinglýst, þótt gerðarþola skorti þinglýsta heimild. Því til grundvallar liggur það sjónarmið, að fógeti hafi tekið þá afstöðu, að gerðin mætti fram fara. Þinglýsingu réttargerðanna er þó synjað, ef augljós mistök eru talin vera, t.d. þegar gerðarþoli er fyrr- verandi eigandi eignar, en gerð hefur samt farið fram. VII. RÁÐSTÖFUNARHEIMILDIR AÐILA — BRÁÐABIRGÐA- TRYGGINGARRÁÐSTAFANIR OG FULLNUSTUGERÐIR SKULDHEIMTUMANNA ÞEIRRA. 1. Um ráðstöfunarheimildir seljanda og afstöðuna gagnvart viðsemjendum hans. Við umfjöllun um ráðstöfunarheimildir seljanda er nauðsynlegt að greina á milli þriggja tilvika: í fyrsta lagi heimildar seljanda til þess 54) Um þetta atriði sjá nánar Ot. prp. nr. 9 (1935), bls. 26. Þar er á það bent til stuðnings sambærilegri reglu í Noregi, að dómþoli hafi oft umráð fasteignar án þess að geta fært frant þinglýstar heimildir fyrir rétti sfnum. í slíkum tilvikum geti dómþoli neitað því gagnvart kröfuhafa sínum að vera eigandi eignar. Og jafnvel þótt hann viður- kenndi eignarrétt sinn, gæti kröfuhafi samt sent áður ekki aflað fjárnámi réttarvernd- ar, ef kröfunni um þinglýsta heimild gerðarþola væri lialdið til streitu. Að vísu væri sú leið fær að gera fjárnám í lnigsanlegum rétti dómþola til eignarinnar og fá því þinglýst með færslti í lausafjárbók, en það útilokaði ekki möguleika dómþola til þess að ráðstafa eigninni kröfuhafa til tjóns. Sjá einnig NOU 1982:17, bls. 108. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.