Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 31
samningshafa, þinglýst á eign með athugasemd eftir þinglýsingu kaup- samnings. Með vísan til þess, sem segir í kafla VlI.l.a) um mögu- leika seljanda á því að veðsetja selda eign að viðurkenndum betra rétti þinglýsts kaupsamningshafa, er umhugsunarefni, hversu sam- rýmanleg niðurstaða dómsins að þessu leyti er tilgangi þinglýsingar með athugasemd. Má segja, að þinglýsing með athugasemd í tilviki sem þessu þjóni sama tilgangi og fyrirvari af hálfu seljanda um betri rétt kaupanda. Um beitingu þess úrræðis að þinglýsa með athugasemd má vísa til Hrd. 1988.203: Eigendur tiltekinna jarða seldu árið 1956 varnarmáladeild utan- ríkisráðuneytisins land úr svæði, sem heyrði til jörðum þessum. I kaupsamningi var ákvæði þess efnis, að landeigendur ættu for- kaupsrétt, ef varnarmáladeild seldi eða afhenti eitthvað af land- inu. Varnarmáladeild gerði 1987 samning við Njarðvíkurkaup- stað um leigu á hluta hins keypta lands. Var landið leigt til 75 ára, og samkvæmt samningi hafði leigutaki heimild til þess að skipta landinu í lóðir, götur, stíga og opin svæði og að framleigja lóðir til annarra. Leigutaki leitaði þinglýsingar á leigusamningn- um, en landeigendur mótmæltu þinglýsingu með vísan til for- kaupsréttar síns. Þinglýsingardómari synjaði um þinglýsingu leigusamningsins með vísan til þess, að varnarmáladeild skorti ráðstöfunarheimild á umræddu landi, sbr. 1. mgr. 24. gr. þl. í dómi Hæstaréttar sagði, að landeigendur og Njarðvíkurkaupstað greindi á um það, hvort forkaupsréttur landeigenda yrði virkur við leigusamninginn. Þar sem Njarðvíkurkaupstaður hefði sam- kvæmt leigusamningnum fengið réttindi frá aðila, sem ætti þing- lýstan eignarrétt yfir leigulandinu, bæri að taka til greina kröf- una um þinglýsingu, enda breyttist hugsanlegur efnisréttur land- eigenda ekki við þá ráðstöfun, sbr. 29. gr. 1. mgr. þl. og úrræði væru tæk til að koma í veg fyrir að þinglýsingarreglur leiddu til réttarskerðingar síðar, sbr. 7. gr. 3. mgr. og 27. gr. 2. mgr. lag- anna. 7. Um þinglýsingu aðfaraigerða og kyrrsetningargerða. Meginregla sú, sem fram kemur í 1. mgr. 24. gr. þl., gildir ekki um aðfarargerðir og kyrrsetningargerðir. Þeim verður þinglýst, þótt gerð- arþola skorti þinglýsta heimild til eignarinnar, 2. mgr. 24. gr. þl. Að því er aðfarargerðir varðar, segir í athugasemdum greinargerðar við 24. gr. þl., að gagnstæð regla gæti oft og einatt verið óskilvísum mönnum til framdráttar og leitt til óeðlilegs tjóns fyrir skuldheimtumenn, og þyki því einsætt, að heimila beri þinglýsingu aðfarargerða, þótt eign- arheimild gerðarþola sé ekki í lagi.53) Afsal (útlagning), er stafar frá 53) Alþingistíðindi, A-deild 1977, bls. 1398. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.