Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 37
sérregla í 3. mgr. 36. gr. þl. Þar segir um veðbréf, að áhrif þinglýsingar eyðist ekki fyrr en fimm ár hið skemmsta eru liðin frá þeim degi, er skuldin átti að vera greidd að fullu samkvæmt ákvæðum bréfsins eða skuldin gat fyrst orðið eindöguð fyrir uppsögn af hálfu kröfuhafa. Þó verður ávallt að gæta ákvæða 1. mgr. 35. gr. 1 athugasemdum greinar- gerðar við 36. gr. frumvarps til þl. segir, að samkvæmt ákvæðinu sé unnt að má slík skjöl af eign, þegar fimm ár eru liðin frá þinglýstum gjalddaga, en þó aldrei fyrr en 30 ár eru liðin frá gjalddaga sam- kvæmt 1. mgr. 35. gr.Gö) Athugunarefni er þá, hverja þýðingu ákvæði þetta hefur varðandi veðskuldabréf, sem út er gefið af seljanda með ákvæði um, að virtur sé réttur kaupanda, og bréfinu er þinglýst eftir þinglýsingu kaupsamnings. 1 fyrrnefndum athugasemdum greinargerðar við 36. gr. þl. er gert ráð fyrir því, að 1. mgr. 38. gr. geti átt við um aflýsingu veðskuldabréfa þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. 35. gr. Er með þessu væntanlega verið að höfða til þess, að samkvæmt 1. mgr. 38. gr. er heimilt að afmá haft, þegar rétti er bersýnilega lokið. Af þessum ummælum greinargerðar- innar er eðlilegt að draga þá ályktun, að veðskuldabréf, sem gefið er út af selj anda að virtum betra rétti kaupanda og þinglýst eftir þinglýsingu kaupsamnings, verði máð af eign, þegar rétti seljandans yfir eigninni er lokið. Væntanlega getur 1. mgr. 39. gr. þl. einnig átt við í þessu tilviki. 2. Um bráðabirgðatryggingarráðstafanir og fullnustugerðir skuldheimtumanna seljanda í réttindum hans. Rétt eins og seljandi getur með löggerningi ráðstafað þeim réttind- um, sem hann á yfir eign samkvæmt kaupsamningi, geta skuldheimtu- menn hans framkvæmt bráðabirgðatryggingarráðstafanir í réttindun- um og leitað fullnustu í þeim.07) Myndi gagnstæð regla leiða til þeirr- ar óeðlilegu niðurstöðu, að skuldheimtumenn gætu ekki vegna ráðstaf- ana seljanda og kaupanda leitað fullnustu í eigninni, þótt bæði seljandi og kaupandi geti innan vissra marka ráðstafað henni með löggerningi. Það er í hinum skilyrta rétti seljandans, sem skuldheimtumenn hans geta framkvæmt tryggingarráðstafanir og leitað fullnustu, þ.e. ann- ars vegar rétti hans til ógreiddra eftirstöðva kaupverðsins og hins 66) Alþingistíðindi 1977, A-deild, bls. 1409. Með hliðsjón af fyrirmynd ákvæðisins (29. gr. norskn þinglýsingalaganna) er hér væntanlega átt við það, að skjalið verði afmáð, þegar fimm ár eru liðin frá síðasta gjalddaga, en þó aldrei fyrr en þrjátíu ár eru liðin frá þinglýsingu. Sjá Harbek og Solem, bls. 248. 67) Sjá Illum, Dansk tingsret, bls. 301; W. E. von Eyben, bls. 273 og Elmer og Skovby, bls. 68. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.