Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 33

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 33
að ráðstafa eigninni sem slíkri, í öðru lagi heimildar hans til þess að ráðstafa réttindum sínum samkvæmt kaupsamningi og í þriðja lagi heimildar hans til þess að framselja rétt sinn til kaupverðsins ein- göngu. a) Ráðstöfun eignar. Að fyrsta tilvikinu, þ.e. heimild seljandans til þess að ráðstafa eign- inni sem slíkri, er áður vikið í kafla VI.4. hér að framan. Þar kemur fram, að selj andinn hefur eftir þinglýsingu kaupsamnings, sem fullnægir skilyrðum 21. gr. þl., ekki lengur formlega ráðstöfunarheimild yfir eign- inni í skilningi 1. mgr. 25. gr. þl., og verður skjölum, sem frá honum stafa, því ekki þinglýst á eignina án samþykkis kaupanda, sbr. dóm Hæstaréttar frá 6. desember 1988. Skilyrði þess að þinglýsa skjölum út- gefnum af seljanda án samþykkis kaupanda er væntanlega það, að kaup- andinn hafi vanefnt skyldur sínar samkvæmt kaupsamningnum og selj- andinn rift kaupin af því tilefni, sbr. kafla V.2.b). Ef kaupandi og selj- andi verða sammála um að rifta kaupin og láta þau ganga til baka, næg- ir ekki, að seljandi kvitti afsalið og fái því aflýst. Seljandi fær ekki þing- lýsta eignarheimild með þeim hætti, heldur verður kaupandi að gefa seljanda afsal og fá því þinglýst.55) Hins vegar mæla rök með því, að þinglýst verði á eign skjölum, sem frá seljanda stafa, ef fram kemur í þeim skjölum, að virtur sé réttur þinglýsts kaupsamningshafa, þar sem slík ráðstöfun seljanda gengur ekki lengra en heimild hans nær.56) I framkvæmd hérlendis hefur lítið reynt á þinglýsingar með þessum hætti. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. þl. er það skilyrði þinglýsingar skjals, að útgefandi þess hafi þinglýsta heimild til ráðstöfunar eignar á þann veg, sem í skjali greinir. Þinglýsta heimild hefur sá, sem þinglýsinga- bók „nefnir eiganda á hverjum tíma“. Hér er lagt til grundvallar, að útgefandi hafi formlega heimild til ráðstöfunar. Þar með er hins vegar ekki skorið úr um hinn efnislega rétt.57) Án efa er það oftast svo, að saman fer formleg heimild og efnislegur réttur. Svo þarf þó ekki alltaf að vera, t.d. þegar eign hefur verið afsalað til málamynda og afsalinu 55) Á aflýsingu reynir, þegar um eignarhöft er að ræða, en heimildarskjölum um eignir verður ekki aflýst, Alþingistíðindi 1977, A-deild, bls. 1407, 1412—1413. Þar sem þing- lýsing kaupsamnings, sem fullnægir skilyrðum 21. gr. þl„ veitir kaupanda formlega eignarheimild, verður honum ekki aflýst. 56) Sjá Lene Pagter Kristensen, bls. 100; W. E. von Eyben, bls. 270 og Elmer og Skovby, bls. 67-68. 57) Sjá 0strem og Heggelund, bls. 102 og 104; Harbek og Solem, bls. 85 og 95—96 og lllum, Dansk tingsret, bls. 308. 27

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.