Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 10
I. INNGANGUR. Fjölmörg eru þau lögfræðilegu álitaefni, sem upp geta komið, þegar verðmæti ganga kaupum og sölum, hvort heldur eru fasteignir eða lausafé. Á þetta ekki hvað síst við, þegar svo hagar til, að kaup gerast án þess að kaupverðið sé staðgreitt og kaupandi fái samtímis hið selda í hendur. Má hér sem dæmi nefna álitaefni eins og þau, hvor eigi að bera áhættuna, seljandi eða kaupandi, ef söluhlutur ferst eða skemmist af tilviljun; hvort kaupandi geti fengið söluhlut afhent- an úr þrotabúi seljanda, ef seljandi verður gjaldþrota; hvernig háttað sé heimildum seljanda og kaupanda til þess að ráðstafa eign með lög- gerningi og hverjar séu heimildir skuldheimtumanna seljanda og kaupanda til þess að leita fullnustu í hinu selda.1) Lögfræðingar hafa lengi glímt við að svara þeirri spurningu, hvenær aðilaskipti verði að eignarréttinum við afsalsgerninga, einkum þó kaup. Lengi vel miðaðist umræðan við það, að á tiltekinni stundu eða þegar ákveðið atvik lægi fyrir, færðist eignarrétturinn yfir frá seljanda til kaupanda, og var þá jafnan við það miðað, að á þessu tiltekna tíma- marki yrðu aðilaskipti að eignarréttindunum í heild sinni. Aðeins þyrfti að staðreyna tímamark það eða atvik, sem við skyldi miða.2) Viðhorf 1) Sjá nánar Knud Illum, Dansk tingsret, 3. útg. 1976, bls. 160—161. 2) I' þessnm efnum kom margt til athugunar, svo sem samningurinn sjálfur, sérgreining verðmætis, greiðsla kaupverðs, sending hlutar, tilkynning um sendingu eða viðtaka af hálfu kaupanda, þegar um lausafé var að ræða, en kaupsamningur eða afsal, þegar um fasteign var að ræða. Athugunarefnið var fyrst og fremst talið vera það, við hvert af þessum atriðum miða skyldi eigendaskiptin. Sjá nánar Ólafur Lárusson, Eignaréttur I, MCML, hls. 211, Gaukur Jörundsson, %ignarréttur II, fjölrit, 1978—1980, bls. 190 og Knophs Oversikt over Norges rett, 9. útg. 1987, bls. 270. Þorgeir örlygsson er prófessor við lagadeild Háskóla íslands. í grein þessari fjallar hann um ýmis eignarréttarleg álitaefni, er varða þing- lýsingu kaupsamnings í fasteignakaupum, en Hæstiréttur hefur nýlega kveðið upp stefnu- markandi dóm um það efni. í greininni er m.a. fjallað almennt um réttarsamband seljanda og kaupanda, þegar kaupsamningur hefur verið gerður, en afsal ekki gefið út. Þá er fjallað um heimildir kaupsamningsaðila f slíkum tilvikum til þess að ráðstafa eign með löggerningi og um fullnustugerðir skuldheimtumanna þeirra, einkanlega í Ijósi 21., 24. og 25. gr. þinglýs- ingalaga. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.