Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Page 20
talið skipta máli, hvort litið sé svo á, að kaupandinn verði strax eig- andi hins selda með þeim möguleika, að réttur hans verði síðar að víkja, ef hann uppfyllir ekki skilyrðið, eða að kaupandinn verði ekki eigandi fyrr en hann uppfyllir skilyrðið, þar sem réttarreglurnar um áhrif samningsins séu þær sömu.10) 1 Noregi er talið, að kaupsamningur (kjopekontrakt) hafi svipuð áhrif og skilyrt afsal í Danmörku, en útgáfa afsals (skjote) sé sönn- un þess, að kaupandinn hafi staðið við skyldur sínar samkvæmt kaup- samningnum.20) 2. Nánar um réttindi seljanda og kaupanda. Þótt sagt sé, að réttur kaupandans samkvæmt kaupsamningi sé skil- yrtur og um sé að ræða eins konar eignarréttarfyrirvara af hálfu selj- andans, sem hafi þá þýðingu, að seljandinn geti rift kaupin vegna van- efnda kaupandans, er ekki þar með skorið úr því, hvers eðlis réttindi þeirra eru og hverjar heimildir þeir hafa. Eftir að hætt var að greina á milli kröfuréttar- og hlutaréttargern- inga við yfirfærslu eignarréttinda og farið að líta svo á, að kaupand- inn yrði eigandi hins selda með kaupsamningnum, er almennt við það miðað, að það sé kaupandinn, sem gæti hagsmuna eiganda og komi fram sem slíkur. Því sjónarmiði til grundvallar liggur ekki einvörð- ungu það, að kaupandinn fer með umráð hins selda frá afsalsdegi eða ákveðnu umsömdu tímamarki, heldur miklu fremur það, að kaupand- inn ber hina almennu eigendaáhættu frá því tímamarki.21) Seljand- inn á hins vegar yfirleitt ekki rétt til annars en þess að fá eftirstöðvar kaupverðsins greiddar. a) Réttur seljanda til eftirstöðva kaupverðsins. Heimildir seljandans lýsa sér í því, að hann á kröfu til þess að fá eftirstöðvar kaupverðsins greiddar, og hann á eignarrétt (tryggingar- rétt) í hinu selda til tryggingar þeirri fjárhæð. Hann á rétt til þess að fá kröfu sína greidda og getur fengið fullnustu kröfu sinnar 19) Sjá Illum, Dansk tingsret, bls. 295. 20) Sjá Sjur Brtvkhus og Axel Hœrem, Norsk tingsrett, 1964, bls. 378—379. Sjá einnig Knoplis Oversikt over Norges rett, 9. útg. 1987, bls. 285—286. 21) Sjá Illum, Dansk tingsret, bls. 296—297. í eigendaáhættu kaupanda felst það, að hann er skyldur til þess að standa seljanda skil á greiðslu kaupverðs, þótt hið selda farist eða skemmist af tilviljun, sbr. ákvæði 17. gr. laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Sjá nánar A. V. Kruse, Ejendomskpb, bls. 35 og Bernhard Gomard, Obligationsret, 1. del 1983, bls. 48. 14

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.