Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 35
b) Ráðstöfun réttinda. Um annað tilvikið, þ.e. ráðstöfun seljanda á réttindum sínum sam- kvæmt kaupsamningi, er það að segja, að seljandinn getur framselt í heild eða að hluta þau réttindi, sem hann á samkvæmt kaupsamningi, og hann getur veðsett þau.(i°) Er þar annars vegar um að ræða rétt- inn til þess að fá eftirstöðvar kaupverðsins greiddar og hins vegar rétt- inn til riftunar og þar með réttinn til þess að fá eignina til baka, ef kaupandi vanefnir skyldur sínar. Er vandséð, hver rök mæla gegn því, að þinglýst sé á eign ráðstöfun slíkra réttinda seljanda, ef ljóst er, að einungis er verið að ráðstafa þeim skilyrtu réttindum, sem kaupsamn- ingurinn veitir seljanda.61) Þinglýsing slíkra ráðstafana styðst við þau rök, að við framsalið öðlast framsalshafinn (skilyrtan) rétt yfir eigninni sem slíkri, og getur sá réttur orðið virkur, ef kaupandinn efnir ekki skyldur sínar og riftunarrétti er beitt. Getur þeim, sem t.d. hefur tekið veð í réttindum seljandans, verið þörf á þinglýsingu veð- réttarins, sbr. 15. og 29. gr. þl., ef seljandinn verður eigandi eignar- innar á nýjan leik. Það er að sjálfsögðu grundvallarregla varðandi framsalsheimild selj- anda, að hann getur ekki framselt meiri rétt en hann á hverju sinni. Við framsal af hálfu seljanda verður réttarstaða síðari viðsemjenda hans því ekki önnur og meiri en réttarstaða framseljandans sjálfs. c) Ráðstöfun kaupverðsins. Um þriðja tilvikið, þ.e. þegar seljandi ráðstafar aðeins réttinum til kaupverðsins, en ekki jafnframt þeim skilyrtu réttindum, sem hann á í eigninni í skjóli kaupsamningsins (tryggingarréttindunum), er meiri vafi varðandi þinglýsingu slíkra ráðstafana. 1 1. mgr. 29. gr. þl. er við það miðað, að réttindum yfir fasteign skuli þinglýst, til þess að þau hafi gildi gagnvart viðsemjendum og skuldheimtumönnum eiganda eða annars rétthafa. Þótt krafan til kaupverðsins sé sprottin af kaupsamn- ingi um fasteign, er hér þó einungis um fjárkröfu á hendur kaupanda að ræða, en ekki réttindi yfir fasteign. Samkvæmt almennum reglum um framsal kröfuréttinda er það framsalsgerningurinn, sem ræður úr- slitum um réttarstöðu framseljanda og framsalshafa og um lögvernd þeirra gagnvart þriðja manni. Ef frá eru taldar viðskiptabréfareglur og reglur um nauðsyn tilkynningar til skuldara til þess að útiloka, að skuldari geti losnað undan skyldu sinni með því að greiða til framselj- 60) Sjá Illum, bls. 301 og ÍV. E. von Eyben, bls. 270—271. 61) Sjá Lene Pagter Kristensen, bls. 102; Elmer og Skovby, bls. 68 og W. E. von Eyben, bls. 270. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.