Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Qupperneq 29

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Qupperneq 29
komi það skýrlega fram í athugasemdum greinargerðar með íslensku lögunum, verður með hliðsjón af framansögðu ekki annað séð, en tekið hafi verið af skarið um það við setningu þinglýsingalaganna 1978, að hér á landi skyldi gilda sama regla og í Danmörku um réttar- áhrif þinglýsingar kaupsamnings (skilyrts afsals). Islensku þinglýsingalögin hafa ekki að geyma skilgreiningu á því, hvaða skjöl teljist afsöl. Ákveðna vísbendingu er þó að finna í athuga- semdum greinargerðar við 22. gr. frumvarps til þinglýsingalaga, þar sem fram kemur, að virða verði það efnislega, hvort afsali sé til að dreifa, og skeri þá nafn það, er aðiljar velja gerningi sínum, ekki ávallt úr.48) Þótt ekki komi það fram berum orðum, hvorki í þinglýsinga- lögunum sjálfum né athugasemdum með þeim, virðist eigi að síður lagt til grundvallar í lögunum, að kaupsamningur, sem einvörðungu er háður skilyrðum um uppgjör og greiðslu kaupverðs, teljist (skilyrt) afsal í skilningi 21. gr. þl. Þinglýsing slíks kaupsamnings veitir því framsalshafa formlega eignarheimild í skilningi 1. mgr. 25. gr. þl., þannig að skjöl útgefin af honum eru tæk til þinglýsingar. Á þessu sjónarmiði virðist niðurstaðan í dómi Hæstaréttar frá 6. desember 1988 og byggð, þótt í forsendum dómsins sé reyndar ekki vitnað til 21. gr. þl. Af þessu leiðir, svo sem fram kemur í dóminum frá 6. des- ember 1988, að skjölum, sem frá seljanda stafa, verður ekki þinglýst á eign án samþykkis kaupanda, þar sem hin þinglýsta heimild seljand- ans er fallin niður. Dómurinn lætur því ósvarað, hvort skjöl frá selj- anda séu eftir þinglýsingu kaupsamnings tæk til þinglýsingar, ef fram kemur, að seljandinn virðir betri rétt kaupandans, en svo sem nánar verður vikið að í kafla VII hér á eftir, eru líkur til þess, að svo sé. 5. Um afleiðingar heimildarbrests, þegar skjal hvílir á löggerningi. Samkvæmt 1. mgr. 24. gr. þl. verður skjal, sem hvílir á löggerningi, ekki fært í fasteignabók, ef útgefanda þess brestur þinglýsta heimild til þess að ráðstafa eign á þann veg, sem í skjali greinir, eða hann skortir skriflegt samþykki þess, er slíkrar heimildar nýtur. Hver ein- stakur rétthafi í fasteign er því bundinn við þá heimild, sem hann nýtur að eign, og hann getur ekki ráðstafað eign í víðtækara mæli en heimild hans segir til um.49) í upphafsákvæði 1. mgr. 25. gi'. þl. („Þinglýsta eignarheimild hefur sá ... “) er átt við þann aðila, sem er eigandi hins beina eignarréttar að viðkomandi fasteign, en í niður- 48) Alþingistíðindi 1977, A-deild, bls. 1397. 49) Alþingistíðindi 1977, A-deild, bls. 1398. 23
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.