Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Blaðsíða 24
„Afsali verður ekki þinglýst sem eignarheimild, ef það er háð öðrum skilyrðum um yfirfærslu eignarréttar en uppgjöri og greiðslu kaupverðs innan tiltekins frests.“ Meginreglan samkvæmt ákvæðinu er sú, að afsali verður ekki þing- lýst sem eignarheimild, ef það er skilyrt. Þó verður afsali þinglýst sem eignarheimild, ef það er bundið því skilyrði einu, að kaupverð sé greitt innan tilskilins frests. Ef fleiri skilyrði eru í afsali, svo sem um væntanlegt samþykki yfirvalda fyrir eigendaskiptum eða samþykki þriðja manns, svo sem forkaupsréttarhafa, eða skilyrði lúta t.d. að því, að afsalsgjafi njóti aðhlynningar hjá afsalshafa, er afsalið ekki fullgild eignarheimild. Slíku afsali verður á hinn bóginn þinglýst sem kvöð á eign. Segir í athugasemdum greinargerðar við 21. gr. frum- varps til þinglýsingalaga, að nauðsynlegt sé að skapa hreinar línur í þessum efnum.30) Varðandi skýringu á 21. gr. þl. má benda á Hrd. 1981.1029, þar sem það var ekki talið standa í vegi fyrir þinglýsingu afsals fyrir jörð, að af- salsgjafi áskildi sér ábúðarrétt á jörðinni ævilangt „ . .. og hafa á henni þann bústofn, sem ég þarf á hverjum tíma fyrir mig og fjölskyldu mína ... “. Þinglýsingalögin íslensku fylgja í ýmsum atriðum fyrirmynd dönsku og norsku þinglýsingalaganna. Norsku þinglýsingalögin frá 1935 eru í mörgum greinum byggð á dönsku þinglýsingalögunum frá 1926.31) 1 Danmörku og Noregi gilda þó ólíkar reglur um það, hverja þýðingu þinglýsing kaupsamnings í fasteignakaupum hefur, og skal nú í stuttu máli gerð grein fyrir þeim reglum. 2. Danskur réttur. Samkvæmt 1. mgr. 10. gr. dönsku þinglýsingalaganna, sem að stofni til eru nr. 111 frá 31. mars 1926, gildir sú regla, að skjali, sem hvílir á löggerningi, verður þinglýst, ef það samkvæmt efni sínu staðfestir, stofnar, breytir eða fellir niður rétt yfir fasteign. Skal þá koma fram, að skjalið sé gefið út af þeim, sem samkvæmt þinglýsingabók hefur heimild til þess að ráðstafa eign með þeim hætti, sem skjal hljóðar um, eða að skjalið sé gefið út með samþykki þess, sem slíkrar heim- ildar nýtur. Samkvæmt 3. mgr. 10. gr. má skjalið vera skilyrt og bundið tímafrestum, en efni þess verður að vera endanlega ákveðið. 30) Alþingistíðindi 1977, A-deild, bls. 1396. 31) Sjá Ole F. Harbek og Erik Solem, Tinglysingsloven med kommentarer. 8. útg. 1981, bls. 17. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.