Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 60

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1989, Side 60
ari almennt ekki skila lögfræðilegum álitsgerðum. Þá má hann ekki taka að sér gerðardómsstörf án leyfis og þarf að sækja skriflega um leyfi fyrir öllum aukastörfum til forstöðumanns dómaraembættis. Þá er dómara gert skylt með lögum að vernda sjálfstæði sitt m.a. með því að gæta að sér í afskiptum af stjórnmálum. (DRiG 39. gr. „Der Richter hat sich innerhalb und ausserhalb seines Amtes, auch bei politischer Betátigung, so zu verhalten, dass das Vertrauen in seine Unabhángigkeit nicht gefárdet wird.“) Ekki er að finna slíkt ákvæði í íslenskri löggjöf en sennilega verð- ur að telja það grundvallarreglu íslensks réttar með vísan til 61. gr. stjórnarskrárinnar að dómara beri að vernda sjálfstæði sitt og hlut- leysi. 1 34. gr. laga nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkis- ins segir: „Áður en starfsmaður stofnar til atvinnurekstrar, hyggst taka við starfi í þjónustu annars aðila en ríkisins, gegn varanlegu kaupi eða ganga í stjórn atvinnufyrirtækis, ber honum að skýra því stjórnvaldi, er veitti stöðuna frá því. Innan tveggja vikna skal starfs- manni skýrt frá því, ef áðurnefnd starfsemi telst ósamrýmanleg stöðu hans og honum bannað að hafa hana með höndum. Bera má slíkt bann undir ráðherra.“ Dómarar hljóta að lúta þessu ákvæði laganna. Aukastörf dómara hafa hér verið talin nauðsynleg dómurum m.a. vegna launakjara þeirra. Engu að síður er Ijóst að þau aukastörf sem dómarar gegna geta haft áhrif á störf þeirra sem dómara og rýrt sjálfstæði þeirra verulega eða vakið grun um hlutdrægni. Þannig er t.d. um setu dómara í stjórnum félaga í atvinnulífinu. Þrátt fyrir að dómari bæri við að hann þægi ekki laun fyrir slíka stjórnarsetu þá á dómari ekki að lána nafn sitt með þeim hætti. Þarna er að vísu komið inn á matskennd vanhæfisskilyrði 7. tl. 36. gr. eml. þar sem dómari víkur sæti ef hann fær ekki litið óhlutdrægt á málavöxtu. I 3. og 4. mgr. laga um dómstól EBE eru ákvæði sem segja að dómendur séu skuldbundnir til þess að sýna varkárni við að taka við tilboði um starf eða fyrirgreiðslu eftir að dómarastarfi lýkur. Hér á landi þykir það sjónarmið sem fram kemur í greininni eflaust nokk- uð framandi. Það kann hins vegar að valda tortryggni ef dómari hverfur að starfi loknu að góðri stöðu hjá fyrirtæki sem hefur verið aðili máls eða úrslit máls varðað það miklu. Það má hugsa sér dæmi úr umhverfi okkar. Lögmaður aðila, í máli sem ætti að fara að taka til dóms, kæmi að máli við dómarann og bæði hann að taka að sér mikið gerðardómsmál þegar dómsmálinu lyki. I slíku dæmi bæri dómara að sýna varkárni eins og á stæði. 54

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.