Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 8
mönnum eða munum af völdum hættulegra eiginleika söluvöru við notkun hennar, neyslu eða geymslu, þ.e. yfirleitt eftir að varan er kom- in úr vörslu seljanda (eða framleiðanda) og hann hefur ekki lengur aðstöðu til að hafa beint eftirlit með henni. Utan efnisins er ábyrgð vegna skemmda á söluhlutnum sjálfum, en um hana fer eftir skaðabóta- reglum laga nr. 39/1922 um lausafjárkaup. Fjölmörg dæmi eru um tjón vegna hættulegra eiginleika. Skemmdar matvörur eða gölluð lyf geta valdið heilsutjóni. Sama gildir um vélar, tæki og áhöld, sem slys hlýst af vegna bilunar eða vanbúnaðar. Ymiss konar vörur geta valdið spjöllum á öðrum munum, svo sem byggingarvörur, t.d. lím, þéttiefni eða sement, sem vegna einhverra annmarka veldur skemmdum, þegar það er notað með öðru byggingarefni. Venjulega er lýsing á bótareglum á þessu sviði takmörkuð við ábyrgð framleiðanda eða seljanda hlutar. Verður sami háttur hafður á hér. Utan marka efnisins eru því bótakröfur á hendur öðrum aðilum, t.d. þeim sem lána, leigja eða gefa hluti, er þeir hafa ekki sjálfir búið til. Flestir hlutir geta haft hættu í för með sér við einhverj ar aðstæður. Þar með er ekki sagt, að hlutirnir séu haldnir hættulegum eiginleikum. Hnífur, sem maður sker sig á, ofn, sem maður brennir sig á, eða bíll, sem maður slasast í, hefur ekki hættulega eiginleika í þeirri merkingu, sem hér um ræðir, vegna þess eins að slys hlýst af notkun hlutarins. Hins vegar er hlutur talinn hafa hættulega eiginleika, þegar ekki er unnt að nota hann á venjulegan hátt, svo að öruggt sé, ef miðað er við þær kröfur, sem eðlilegt er að gera til sams konar hluta. Dæmi: Hnífur með blaði, sem losnar við venjulega notkun, olíuofn, sem lekur sökum smíðagalla, og bíll með hemlabúnaði, sem bilar vegna efnisgalla. 1 kpl. nr. 39/1922 eru ítarlegar reglur um réttarstöðu aðila kaup- samnings, þegar seldum hlut er áfátt, þ.e. vegna þeirrar vanefndar, sem oftast er nefnd galli. Almennt er talið, að bótareglur kpl. um ábyrgð vegna galla, eigi ekki við um tjón, sem rakið verður til hættu- legra eiginleika söluhlutar. Tjón, sem hér um ræðir, er frábrugðið tjóni vegna vanefnda (sem reglur kpl. taka til) að því leyti að tjóns- atburðurinn verður með þeim hætti, að menn eða munir komast í snert- ingu við söluhlutinn.1 1 í frumvarpi til dönsku kaupalaganna frá 1906 segir m.a., að 2. mgr. 42. gr. taki aðeins til skyldu seljanda til að bæta kaupanda tjón, sem hann verður fyrir af völdum þess að söluhlutur er minna virði en gert var ráð fyrir, en ekki tjón kaupanda vegna þess að aðrir hlutir skemmast vegna ástands söluhlutar. í frumvarpinu er og tekið fram, að um bótaskyldu kaupanda vegna tjóns af síðargreindu tagi fari eftir almennum reglum. Sjá Rigdagstidenden. 57de ordentlige Samling 1904—05. Tillæg A. Khöfn 1905. Dálkar 3447—3448 og 3466. Sbr. einnig Dahl, 110. 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.