Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 19
10. FYRNING Kaupandi lausafjár glatar almennt öllum kröfurétti vegna galla, ef hann ber gallann ekki fyrir sig innan eins árs frá því að hann fékk söluhlut í hendur, sjá 54. gr. kpl. Regla þessi á við um skaðabótarétt og önnur úrræði, sem kpl. veita kaupanda vegna galla, sbr. H 1983, 1469. I frumvarpi til dönsku kaupalaganna segir, að regla 54. gr. (53. gr. frumvarpsins) taki einungis til vanefndaúrræða, sem kaupandi á eftir kpl., en ekki til kröfu vegna tjóns á öðrum munum af völdum hættulegra eiginleika söluhlutar.10 Samsvai'andi athugasemd er ekki í grg. með frv. til íslensku kpl., en líklegt er, að íslenskir dómstólar muni telja hið sama gilda hér á landi og dæma um fyrningu krafna vegna tjóns af hættulegum eiginleikum eftir almennum reglum um fyrningu skaðabótakrafna. í H 1983, 1469, reyndi ekki á þetta, þar sem kaupandi reisti dóm- kröfur sínar einvörðungu á bótareglum kpl. Var réttur hans til skaða- bóta samkvæmt 43. gr. kpl. talinn fallinn niður, þar sem liðinn var ársfresturinn eftir 54. gr. kpl. I H 1961, 147 var seljandi sýknaður með vísun til 54. gr. kpl. af kröfu um skaðabætur fyrir þakplötur, sem kaupandi taldi gallaðar, svo og kröfu um bætur fyrir skemmdir á fiski, er talinn var hafa skemmst vegna þakleka í húsi því, sem plötumar voru notaðar á. Krafan vegna tjónsins á fiskinum var óverulegur liður í heildarbótakröfu kaupanda og ekki verður séð af dómsforsendum, að því hafi verið hreyft í málflutningi, að krafan vegna fisksins fyrnt- ist eftir almennum reglum en ekki 54. gr. kpl. Hefur dómur þessi því ekki verið talinn skera úr þessu álitamáli.* 11 Ljóst er, að 54. gr. kpl. setur tjónþola þrengri skorður en almennar reglur um fyrningu bótakrafna. Skiptir því miklu máli, hvernig þetta álitamál verður leyst hér á landi. Hver sem niðurstaða verður, er þó óhætt að fullyrða, að ef tjón hlýst á líkama eða munum annarra en kaupanda vegna hættulegra eiginleika söluhlutar, myndi seljandi ekki geta borið 54. gr. kpl. fyrir sig. Réttur þriðja manns, sem ekki er aðili kaupsamnings, yrði því ríkari en kaupanda, ef kaupandi yrði talinn bundinn af 54. gr. kpl. að því er varðar kröfu um bætur fyrir tjón sökum hættulegra eiginleika. 10 Sbr. rit, sem vitnað er til í neðanmálsgr. 1. 11 Sbr. Magnús Þ. Torfason, 469. 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.