Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 29

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 29
„Aðstaðan hér er sú, að íslensk lög ganga a.m.k. að ýmsu leyti skemmra í vernd mannréttinda en þessir sáttmálar. Getur þetta valdið vanda í lagaframkvæmd hér á landi og jafnframt orðið til þess, að íslenska ríkið verði dregið til ábyrgðar fyrir þeim alþjóðastofnunum, sem ætlað er að framfylgja nefndum mann- réttindasamningum. ‘ ‘ Leggur umboðsmaður Alþingis til að mannréttindasáttmálar þeir, sem hann vitnar til, eða hlutar þeirra verði teknir í íslensk lög. Þarna er hreyft athyglisverðu máli og gefið tilefni til frekari umræðu um það, á hvern hátt ber að tryggja vernd mannréttinda hér á landi. Það er einkum á tvennan hátt, sem mannréttindi verða tryggð, ann- ars vegar með ákvæðum í stjórnarskrá, og hins vegar með aðild að alþjóðasamningum um mannréttindi. Slík aðild út af fyrir sig leiðir þó ekki beinlínis til þess, að ákvæði mannréttindasáttmála verði að landsrétti, en efni slíkra sáttmála má annaðhvort lögfesta eða aðlaga landsrétti. Þá er augljóst, að dómstólum ber að líta svo á, að þeim sé skylt að taka tilliti til efnis mannréttindaákvæða í alþj óðlegum samn- ingum, sem Island er bundið af, ef ekki er við önnur bein fyrirmæli að styðjast, sem eru í andstöðu við ákvæði mannréttindasáttmálanna. Ekki verður hér gerð tilraun til að gera heildarúttekt á því á hvern hátt íslensk löggjöf er ófullkomin á mannréttindasviði eða ákvæði í íslenskum lögum beinlínis stangast á við ákvæði mannréttindasátt- mála sem ísland er aðili að, en af mörgu er að taka. Meðal þeirra sviða, sem alvarlegustu ágöllum eru haldin, bæði að því er varðar reglurnar sjálfar og ekki síður framkvæmd þeirra, er réttarfar í sakamálum. Viðurkennd réttaröryggissjónarmið eru þar fyrir borð borin. Hafa verjendur í opinberum málum barist fyrir því, að dómstólar hér á landi tækju að virða grundvallarmannréttindi á þessu sviði, en litlu fengið áorkað. Það vekur reyndar til umhugsunar um og minnir enn á hin 20 ára gömlu orð Þórs Vilhjálmssonar hér að framan, hvað valdi því, að íslenskir dómarar, þ.á m. dómarar í Hæstarétti Islands, eigi svo erfitt með að túlka íslenskar réttarreglur með hliðsjón af skuld- bindandi ákvæðum í mannréttindasáttmálum sem Island á aðild að. Á ég þá ekki síst við þau tilvik, þar sem dómstólar eru alls ekki þving- aðir til að ganga gegn reglum þessum sökum beinna fyrirmæla í sett- um íslenskum lögum. Líklegasta skýringin er sú, sem Þór Vilhjálms- son gefur, þ.e. að við teljum að hér sé allt harla gott á þessu sviði og það séu bara aðrir sem þurfi að gera hreint fyrir sínum dyrum. Þá fyi'st, þegar einum verjandanum þótti nóg komið og skaut máls- 107

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.