Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 41

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 41
semi, sem að mestu hafði búið við frelsi til veiða og framleiðslu, og þær takmarkanir, sem stjórnvöld settu þessum atvinnugreinum áður, voru ekki ákvarðaðar á einstaklingsbundinn hátt, heldur sem almenn skilyrði fyrir alla, er í greininni störfuðu, s.s. leyfður hámarksafli á ári eða almenn verðskerðing skilaverðs til bænda. 1 núverandi stjórn- un er því, sem til skiptanna er, deilt niður að mestu í hlutfalli við framleiðslu eða veiði framleiðenda á tilteknum viðmiðunarárum en raun- verulegar aðstæður, s.s. framleiðslumöguleikar, ástand framleiðslutæk- is eða fjárfestingar, skipta sjaldnast neinu máli. Nú er langt frá því að stjórnun og takmarkanir af hálfu stjórnvalda innan atvinnugreina séu bundnar við fiskveiðar og landbúnað. Við höf- um fjölmörg dæmi um, að löggjafarvaldið hefur með beinni lagasetn- ingu komið á stjórnun eða veitt framkvæmdavaldinu heimild til að við- hafa slíka stjórnun. Og aðferðirnar eru margar. Við getum nefnt, að til þess að hefja tiltekna starfsemi þarf leyfi stjórnvalda. Ástæðurnar geta verið þær, að gerð er krafa um tiltekna þekkingu þess, sem leyfi fær, s.s. iðnréttindi og málflutningsleyfi, eða þess er krafist, að að- stæður og umbúnaður um starfsemi fullnægi tilteknum skilyrðum, t.d. vegna mengunar- eða slysahættu, s.s. á við um starfsleyfi fyrir atvinnu- rekstur skv. lögum nr. 109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit og leyfi til reksturs sláturhúss. Þá finnast einnig dæmi um, að tiltekin atvinnugrein sé leyfisbundin til að koma á betra skipulagi og tryggja lágmarksþjónustu eins og það heitir, sbr. t.d. vinnsluleyfi vegna rækju, útflutningslejrfi vegna ýmissar innlendrar framleiðslu, leyfi til fólksflutninga með langferðabifreiðum og til reksturs leigubifreiða. Einnig hefur lengi tíðkast að beita sérstökum sköttum og tollum til stjórnunar innan atvinnugreina. Af því við erum hér að tala um land- búnaðinn, getum við nefnt sem dæmi gjald á innflutt kjarnfóður og annað vinsælt umræðuefni vetrarins, sérstakt jöfnunargjald á innflutt- ar kartöflur. Það sem yfirleitt skilur hins vegar að þessar stj órnaraðgerðir og þá stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu, sem við fjöllum um hér, er það sérstæða inngrip í atvinnustarfsemi og ráðstöfunarrétt manna yfir eignum sínum, sem síðarnefndu aðgerðirnar fela í sér. í flestum tilvikum höfðu réttþegar stundað atvinnustarfsemi sína um nokkurt skeið, byggt upp og endurnýjað mannvirki og tæki í skjóli þess að þeir gætu áfram stundað þessa starfsemi með svipuðum hætti. Lög- gjafarvaldið greip þarna hins vegar inn í, og nú eru möguleikar fram- leiðendanna til að stunda atvinnu og nýta framleiðslutæki almennt háðir því magni, sem þeir fá úthlutað samkvæmt leyfi stjórnvalda. Þá ráð- 119
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.