Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 42
ast söluverð og sölumöguleikar framleiðslutækjanna nánast af því, hvort og þá hversu mikill veiðikvóti eða fullvirðisréttur fylgir viðkom- andi skipi eða jörð. En ákvæði stjórnarskrárinnar hafa ekki eingöngu borið á góma í orðræðum manna um þessar hliðar á umræddri stjórnun, heldur hef- ur einnig verið spurt, hvort það geti staðist, að löggjafarvaldið fram- selji að svo miklu leyti, sem gert er í núgildandi lögum um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu, til ráðherra vald til þess að ákveða í mikilvægum atriðum, hvernig jafnafdrifaríkum málum skuli skipað. Þá hafa ýmsir spurt, hvort það geti staðist að veita tiltölulega fáum einstaklingum jafnverðmæt réttindi yfir sameiginlegri náttúruauðlind þjóðarinnar eins og nú er gert með veiðikvótum. Með þessum aðgerð- um sé einnig verið að loka þessum atvinnugreinum fyrir nýjum mönn- um, sem ekki eigi þess kost að komast yfir framleiðslutæki, sem njóti réttinda. Og menn spyrja hvar sé jafnræði manna gagnvart lögum og atvinnufrelsi. Nú síðast höfum við verið minnt á sérstæð ákvæði laga um stjórnun fiskveiða um það, hvernig haga skuli ákvörðunum, þegar einstök skip veiða umfram veiðiheimildir. Þykir ýmsum að þar fari sjávarútvegsráðherra með vald, sem að réttu eigi heima hjá dóm- stólum. Þegar minnst er á þessi atriði, leitar líka á spurningin um, hvort í gildandi reglum um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu sé nægj- anlega hugað að því, að þeir sem fá úthlutað rétti samkvæmt reglun- um, eða þeir sem neitað er um rétt, geti borið þær ákvarðanir stjórn- valda undir óháðan aðila. Auðvitað er liægt að vísa þessum aðilum á dómstóla en í ýmsum tilvikum er þó örðugt að setja fram dómkröfur, og slíkur málarekstur tekur sinn tíma. Það skal tekið fram að bæði í lögum um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu er kveðið á um sérstakar nefndir til að fjalla um mál af þessu tagi, en endanlega er þó valdið í höndum ráðherra. V. ATVINNUFRE LSI. Yfirskrift þessa fundar er stjórnarskráin og stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu. Það væri vissulega ástæða til að ræða í því efni ýmis ákvæði stj órnarskrárinnar, en ég ætla hér í framsögu minni að láta nægja að víkja örlítið að 67. og 69. gr. stjórnarskrárinnar. Fyrst er það spurningin um hvaða skorður þessi ákvæði setja lög- gjafarvaldinu við stjórnun heilla atvinnugreina, eins og hér á sér stað. 120
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.