Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 45

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 45
c) Tilgangur og ástæður eignarskerðingar skipta hér einnig máli, en almennt er viðurkennt að til þess að halda uppi skipulegu þjóð- félagi þurfi að játa stjórnvöldum vissa heimild til að setja mönn- um skorður við nýtingu eigna sinna með tilliti til hagsmuna annarra og heildarinnar. Það verður þó ávallt að hafa í huga að mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og 67. gr., er ætlað að tryggja visst réttar- öryggi og vernda menn fyrir því, að þeir séu bótalaust sviptir eignum sínum. Og þótt reynt sé að setja fram almennar leiðbeiningar um, hvernig mörkin milli eignarnáms og almennra takmarkana skuli dreg- in, verður niðurstaðan jafnan sú að meta verður hvert einstakt tilvik sjálfstætt. Það er því jafnvel hugsanlegt að menn komist að andstæðri niðurstöðu í tveimur tilvikum, sem lúta sömu lagagrein. Á þetta ef til vill ekki síst við, þegar í hlut á flókin og margbrotin löggjöf, eins og gjarnan er þegar stjórnvöld grípa til stjórnunaraðgerða innan at- vinnugreina og við stjórn efnahagsmála. Eg sé því ekki, að það sé gerlegt að draga saman í fáum orðum, hvaða skorður 67. og 69. gr. stjómarskrárinnar setja löggjafarvaldinu við stjórnun heilla atvinnu- greina. Þessi orð mín ber hins vegar ekki að túlka svo, að slíkar skorð- ur séu ekki fyrir hendi. Því er hins vegar ekki að leyna, að dómstólar hér á landi hafa farið mjög varlega í að grípa fram fyrir hendur á löggjafanum á ýmsum sviðum atvinnu- og efnahagsmála, þegar um hefur verið að ræða ráð- stafanir til lausnar vanda, sem uppi hefur verið í þjóðfélaginu. Mætti þar nefna ýmis skattamál og nú síðast gengismunarmálið. Og meðan dómstólar láta vera að hreyfa við mati löggjafans á því, hvað sé al- menningsheill, vaknar sú spurning, hvort mat dómstólanna á málum af þessu tagi sé nánast bundið við formreglur, en efnið sé látið liggja milli hluta. Ég hygg þó að þarna ráði meira sú hugsun, að stjórnskipun okkar ætlar löggjafarvaldinu að setja þjóðfélaginu leikreglur og það er viðamikil ákvörðun hjá dómstól að ýta til hliðar gerðum löggjafar- valdsins. VII. SKERÐING Á STJÓRNSKRÁRVERNDUÐU ATVINNU- FRELSI OG FRIÐHELGI EIGNARRÉTTARINS? Núverandi stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu felur í sér marg- víslega skerðingu á umráðum manna yfir eignum sínum, þ.m.t. at- vinnuréttindum í víðtækum skilningi. Þegar lagt er mat á, hvort þær 123
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.