Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 46
aðferðir, sem viðhafðar eru við þessa stjórnun atvinnugreinanna, fari í bága við 67. og 69. gr. stjórnarskrárinnar er rétt að hafa eftirfar- andi meginatriði í huga: 1. Við þekkjum hinar almennu forsendur, sem búa að baki þessum aðgerðum, s.s. þörfina á að takmarka sókn í fiskstofna og að draga úr framleiðslu á búvörum á sama tíma og markaðir drag- ast saman og ríkisvaldið dregur úr greiðslu útflutningsbóta. Auð- vitað mætti fara aðrar leiðir til að ná þeim markmiðum, sem að er stefnt, en löggjafarvaldið hefur valið þessar. 2. Umræddar stjórnunaraðgerðir eru að formi til tímabundnar. 3. Þegar þessi stjórnun var tekin upp, var reynt að valda sem minnstri röskun hjá þeim, er starfandi voru fyrir í þessum grein- um, með því að miða hina leyfðu framleiðslu þessara aðila við framleiðslu þeirra á tilteknum árum þar næst á undan. 4. Skipting á hinu leyfða magni milli skipa og búvöruframleiðenda er í grundvallaratriðum byggð á almennum reiknireglum. 5. Varðandi búvöruframleiðsluna hafa jafnan verið í gildi ýmsar heimildir til að leiðrétta hinn úthlutaða rétt vegna sérstakra að- stæðna og að uppfylltum tilteknum skilyrðum. 6. Minnt er á það, sem áður var sagt um möguleika á sölu fiskiskipa á erlendum mörkuðum og nýtingu og sölu bújarða til annarrar starfsemi en lýtur framleiðslustjóm. Ég hygg að í ljósi þeirra atriða, sem ég nefndi hér að framan varð- andi mörkin milli eignarnáms og almennra takmarkana á eignarrétt- indum og þeirra atriða, sem ég hef rakið varðandi umrædda framleiðslu- stjórnun, verði að telja næsta víst að almennt yrði núverandi stjórn- un fiskveiða og búvöruframleiðslu ekki talin fara í bága við 67. og 69. gr. stjórnarskrárinnar. En þó að ég telji að þessar stj órnunarreglur standist almennt, þá verður að gera þann fyrirvara, að hugsanlega kunna einstakir aðilar að verða svo illa úti vegna þeirra reglna og ákvarðana, sem teknar eru á grundvelli þessarar löggjafar, að þeir teldust hafa orðið fyrir bóta- skyldri skerðingu samkv. 67. gr. stjórnarskrárinnar. Ég á þarna t.d. við tilvik þar sem eignir manna, s.s. mannvirki eða veiðarfæri, sem menn hafa komið upp í trausti þess að fá áfram að stunda atvinnu, sem þeir hafa stundað um skeið, verða þeim nánast ónýtar og verð- lausar vegna umræddra stjórnunaraðgerða. Er fróðlegt í þessu sam- bandi að skoða dóm Hæstaréttar frá 12. júní 1964, Hrd. 1964, bls. 573. 124
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.