Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 49

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 49
honum, ef borið er saman við skýringargögn, er ákvæðið varða, og þungvægar og hefðhelgaðar meginreglur samninga- og kauparéttar um samningafrelsi og skuldbindingargildi samninga. Ákvæði 29. gr. mætti, hvað sem öðru líður, vera skýrara, þannig að það veiti ótvíræða leiðbeiningu þeim til handa, er fást við verslun og viðskipti, eða hjálpi neytendum til að glöggva sig á réttarstöðu sinni. Sá dómur Hæstaréttar, er hér verður gerður að umræðuefni og upp var kveðinn 7. mars s.l., er vissulega athyglisverður af ýmsum ástæð- um. 1 því sambandi má einkum nefna, að Hæstiréttur hefur ekki áður fjallað um skýringu þessa ákvæðis, enda þótt það hafi nú staðið í lög- um í meira en áratug og ætla mætti að iðulega geti reynt á það í við- skiptum manna á milli. Þá hefur dómurinn tvímælalaust leiðbeiningar- gildi, a.m.k. innan tiltekinna marka, sem ætti að vera kærkomið lærðum sem leikum. 1 dóminum koma einnig fram röksemdir og ummæli, sem eru með nokkuð óvenjulegum hætti, og einnig vekur m.a. athygli, að í dóminum birtist annar skilningur á eðli ákvæðisins í 29. gr. en við- tekinn er meðal danskra fræðimanna um sambærilegt ákvæði í þar- lendum lögum. Héraðsdómurinn í máli þessu (sem mér vitanlega er jafnframt sá eini, er gengið hefur um skýringu þessa lagaákvæðis), er einnig athyglisverður, einkum vegna þess að þar kemur að nokkru fram annar skilningur á efni ákvæðisins en í dómi Hæstaréttar, en þó er niðurstaða héraðsdómara vel grunduð og studd rökum, sem a.m.k. eru umræðuverð, þótt una verði við dóm hins æðri réttar. Málsatvik eru sem hér segir: Bóndinn H keypti dráttarvél af fyrir- tækinu I hf. í Reykjavík í ársbyrjun 1984. Ábyrgðarskírteini frá seljanda fylgdi vélinni og tók kaupandi við því og staðfesti með undir- skrift sinni. 1 skírteininu voru svohljóðandi skilmálar: „Með skírteini þessu er vélarkaupanda veitt ábyrgð, sem tekur til verksmiðju- og/eða efnisgalla í tækinu, skv. eftirfarandi skilgreiningu: Ábyrgðin miðast við allt að 12 mánuði frá afhendingardegi, en fellur úr gildi eftir að 1200 vinnustundum er náð. — Ábyrgðin tekur þá og því aðeins gildi að kaupandi, — eða móttakandi fyrir hans hönd —, staðfesti þessa skilmála með undirskrift sinni á meðfylgjandi móttöku- kvittun og endursendi hana seljanda tafarlaust. — Vélarhlutir sem reynast gallaðir og ábyrgðin nær til, bætast með nýjum hlutum eða við- gerð eftir ákvörðun seljanda. Bótagreiðsla af hálfu seljanda er innt af hendi eftir á, þegar gallaðir vélahlutir hafa verið mótteknir frá vélareiganda. — Vinna við ísetningu varahluta eða viðgerðir, skal fram- kvæmd í dagvinnu á verkstæði, sem aðalumboð ákveður. Aðalumboð gerir upp kostnað við verkstæði beint, enda hafi fullar upplýsingar 127
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.