Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 57

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Qupperneq 57
tvö skilyrði; að lúta lögmálum fræðigreinarinnar þannig að þær leiði til rétt- látrar niðurstöðu að gildandi rétti og að sýna hverjum skynsömum manni sem hafa vill hvers vegna niðurstaðan er þessi. Auðvitað er þetta ekki auðvelt, hver hefur sagt að það ætti að vera það? Hjördís Björk Hákonardóttir Allar tilvitnanir eru úr Tlmariti lögfræðinga 4. hefti 1988 „I bókahillunni" bls. 266—269. RÖKSTUÐNINGUR ER EKKI SÍST FYRIR DÓMARANN SJÁLFAN Skrítin ritsmíð birtist í Tímariti lögfræðinga 4. hefti 1988 f dálkinum ,,Á víð og dreif“. Þar skrifar prófessor Björn Þ. Guðmundsson undir fyrirsögn- inni „Það á ekki að semja dóma ,,fyrir“ einhvern“. í greininni víkur höfundur að „alkunnri gagnrýni“ Jóns Steinars Gunnlaugs- sonar hæstaréttarlögmanns (það er ég!) á dómstólana, sem náð hafi há- marki í bók sem hann hafi gefið út. Björn segir orðrétt: „Má segja að þannig hafi hann áfrýjað til almennings því sem hann náði ekki fyrir Hæstarétti. Mér skilst að bókin hafi ekki selst svo sem væntingar stóðu til ... “ í tilefni af þessu er nauðsynlegt að taka fram að bók mín seldist ágætlega og miklu betur en margir höfðu spáð. Nemur salan nú um 1.400 eintökum skv. upplýsingum útgefandans. Hitt skiptir svo sjálfsagt enn meira máli, að flestar þýðingarmiklar „lögpersónur" svo sem Björn prófessor hafa áreiðan- lega keypt hana og lesið vandlega. A.m.k. þykist ég viða meðal lögfræðinga sjá heilmiklar viðhorfsbreytingar til málefna sem að er vikið í bók minni. Að því er snertir hina athugasemd prófessorsins um áfrýjunina til almenn- ings er rétt að ég taki upp eftirfarandi kafla af bls. 137—138 í bókinni: „Ég vék að þv( í 1. kafla bókarinnar, að á það skorti að almenningur í landinu fylgist nægilega vel með störfum dómstólana. Ég gat mér þess til, að fólk teldi sig yfirleitt njóta ríkrar mannréttindaverndar á íslandi fyrir at- beina dómstóla. Þessi bók er skrifuð til að varpa Ijósi á, hvaða ástand raun- verulega ríkir á þessu sviði. Það kæmi mér ekki á óvart þótt sumir lesendur yrðu undrandi á þeim dómsstörfum, sem fjallað var um. En þessir dómar eru gengnir og þar verður engu um breytt. Æðsti dóm- stóll landsins hefur fellt dóma sina og þar við situr. Til hvers er þá verið að skrifa um þetta heila bók? Er ekki málunum lokið? Fengu ekki viðkomandi aðilar að flytja mál sitt og færa fram öll þau rök, sem þeir vildu? Töpuðu þeir ekki einfaldlega málunum? Svörin við þessum spurningum eru þau, að víst töpuðu aðilar málum sín- um, þó að öll rökin hafi fengið að komast að. Víst er þessum dómsmálum lokið. Bókinni er heldur ekki ætlað að vera málsskot til almennings á niður- stöðum þessara tilteknu dómsmála. Hún er skrifuð af allt öðrum ástæðum. Erindi hennar er að kynna, hvaða réttarástand raunverulega ríkir á þess- um sviðum, þegar á reynir við dómstólana. Erindi hennar er einnig að varpa þeirri spurningu til lesandans, hvort hann vilji hafa þetta svona. Ef hann er 135
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.