Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 30

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 30
tveimur réttarsviðum lýstur saman. Óbeinum áhrifum afleidds bandalagsréttar verður ekki jafnað við áhrifamátt innlendrar forgangsreglu. Tilskipanir Banda- lagsins hafa einungis óbein áhrif nema Dómstóllinn hafi mælt fyrir á annan veg í undantekningartilviki; þau ganga þannig almennt ekki fyrir landslögum. Að vísu er hægt að nota efni og markmið tilskipunarinnar sem túlkunarviðmið þegar sett eru lög í aðildarríkjunum sem eiga að hrinda því í framkvæmd. Mun þá löggjafinn í vafatilfellum vilja laga lögin að tilskipuninni, en hún verður hins vegar ekki skilin sem bindandi túlkunarregla, sem gangi fyrir öllum öðrum reglum um túlkun. Að öðrum kosti væri því játað afdráttarlaust að bandalags- réttur væri hafinn yfir 1. mgr. 24. gr. stjórnarskrárinnar og að Evrópubandalagið væri sambandsríki. Vegna áreksturs við bandalagsreglu, sem aðeins hefur óbein áhrif, getur enginn þýskur dómstóll virt að vettugi lög sem sett eru á grundvelli tilskipunar því að það væri brot á 1. mgr. 100. gr. og 3. mgr. 20. gr. stjórnarskrárinnar. Hins vegar er heimilt í vissum tilvikum að vísa máli til Dómstólsins, en hann getur kveðið á um bein áhrif tilskipunar og veitt henni þannig forgang í undantekningartilvikum.12 En við það að neytt er réttar til að leita úrlausnar Dómstólsins eykst líka ábyrgð dómaranna frá aðildarríkjunum. III. Heimild til þessa er að finna í 177. gr. EBE-samningsins, en hún hljóðar svo: Dómstóllinn sker úr meö forúrskurði: a) um túlkun samningsins b) um gildi og túlkun ákvarðana stofnana Bandalagsins. c) um túlkun samþykkta þeirra stofnana sem Ráðið stofnsetur þegar svo er kveðið á í samþykktunum. Nú kemur upp álitaefni af þessu tagi í máli sem rekið er fyrir dómi í einu af aðildarrtkjum Bandalagsins, og getur þá dómurinn. telji hann úrlausn álitaefnisins nauðsynlega. óskað úrlausnar Dómstólsins um það, áður en dómur er upp kveðinn. Nú kemur upp álitaefni af þessu tagi í máli sem rekið er fyrir dómi í einu af aðildarríkjum Bandalagsins, og því máli verður ekki skotið til æðri dóms. og ber þá dómstólnum sem með málið fer að leita úrlausnar Dómstólsins um álitaefnið. Dómstólar í aðildarríkjunum hafa einir heimild til að leita forúrskurðar. Þannig er málsaðilum, stofnunum Bandalagsins, stjórnvöldum í aðildarríkjun- um, dómstólum annarra ríkja og alþjóðlegum dómstólum þetta óheimilt.11 Allir dómstólar í aðildarríkjunum hafa þessa heimild, en viðkomandi dómstóll getur þó ekki gengið út frá því að álitaefni í skilningi 177. gr. sé komið upp aðeins vegna þess að málsaðili heldur því fram, t.d. vegna ágreinings um málskilning. Þvert á móti leysir hann úr því af sjálfsdáðum hvort þörf er á að skera úr álitaefni 12 Di Fabio, NJW 1990. 947 (953) 13 Groeben-Boeckh-Thiesing-Ehlermann, Komm. zum EWG-Vertgang, Rdnr. 17 zu 177 28

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.