Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Qupperneq 31

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Qupperneq 31
á sviði bandalagsréttar til að leyst verði úr máli. Málsaðilar eiga hér enga sjálfstæða réttarfarsleið heldur gefst þeim aðeins kostur á að tala máli sínu. Af þessu leiðir að einstaklingar og lögpersónur hafa engan rétt til að vísa máli til forúrskurðar, heldur aðeins heimild til að koma fram með kröfu um þetta í máli sem hefur verið tekið til meðferðar. Dómstólum er ekki skylt að leggja mál til forúrskurðar heldur aðeins heimilt. Samkvæmt3. mgr. 177. gr. EBE-samnings- ins er aðeins skylt að leita forúrskurðar þegar engin heimild er til áfrýjunar. Komist dómstóll á lægra dómstigi að þeirri niðurstöðu, að viðkomandi lagatexti bandalagsréttar þarfnist ekki túlkunar, þótt hann sé hlutlægt séð óskýr, og taki sjálfur álitaefnið til úrlausnar, verður áfrýjunardómstóll að taka ákvörð- un um það að nýju, hvort mál skuli lagt til forúrskurðar, því að hann er sjálfstæður og ekki bundinn af úrskurðum dómstóla á lægri dómstigum. Ákveði dómstóll á síðasta dómstigi að leggja ekki mál til forúrskurðar, þó að honum beri skylda til þess samkvæmt samningnum, er engin leið til að hnekkja þeirri ákvörðun. Dómstóll Evrópubandalagsins getur því ekki dæmt um, hvort skylt hefði verið að leggja málið fyrir hann til forúrskurðar, því að ákvörðun um það verður aðeins tekin á grundvelli landsréttar, en Dómstóllinn hefur enga heimild til að dæma um hann. Af þessu leiðir því, að möguleiki til málskots er almennt ekki fyrir hendi, ef ákveðið er á síðasta dómstigi að leggja ekki álitamál til forúrskurðar. Um það er kveðið á í landsrétti hvort og með hvaða hætti heimilt sé að vísa máli til forúrskurðar. I Sambandslýðveldinu Þýskalandi er þessari heimild hafnað, og jafnvel þótt brot gegn skyldu til að leggja mál til forúrskurðar hafi átt sér stað á síðasta dómstigi, eru aðilarnir háðir dómsvaldi eigin ríkis og eiga þess engan kost að fá úrlausnina endurskoðaða fyrir Dómstólnum.IJ Samkvæmt 177. gr. EBE-samningsins er heimilt að leggja tvenns konar beiðni um forúrskurð fyrir Dómstólinn: a) annars vegar um túlkun bandalagsreglna b) og hins vegar um gildi ákvarðana Bandalagsins. Að sjálfsögðu getur dómarinn leitað úrlausnar um álitaefni af báðum gerðum í sömu úrlausn, en þekking á bandalagsrétti er nauðsynleg til að geta leitað forúrskurðar. Oftast er það vanþekking á umfangi og áhrifum bandalagsréttar sem kemur í veg fyrir að dómstólar gegni skyldu sinni til að leita forúrskurðar. Einnig veldur áhyggjum afstaða lægra settra dómstóla sem er, samkvæmt 177. gr. EBE- samningsins, ekki skylt, heldur einungis heimilt að leita forúrskurðar. Dómstóli ber fyrst og fremst að gæta laga og réttar. Jafnframt verða dómarar að gæta þess að málsmeðferð verði með hagkvæmum hætti. Bæði þessi sjónarmið leiða til 14 Armbriister, EuZW 1990, 287/248 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.