Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Síða 52
Stjórn L.M.F.Í. 1989-1990 og framkvæmdastjóri. Talið frá vinstri: Viðar Már Matthíasson hrl.,
Sveinn Haukur Valdimarsson hrl., Gestur Jónsson hrl., Þórunn Guðmundsdóttir hrl., Baldur
Guðlaugsson hrl. og Hafþór Ingi Jónsson framkvæmdastjóri.
frá útgáfu fréttabréfs L.M.F.Í. og útgáfu lagaskrár fyrir tímabilið október 1983
til október 1989, sem Jóhann H. Níelsson hrl. tók saman, en skrifstofa Alþingis
hyggst standa fyrir útgáfu slíkrar skrár framvegis. Félagið stóð fyrir útboði á
myndsendum (telefaxtækjum) og nýttu 14 lögmenn sér það tilboð, sem tekið
var.
Vikið var að lögum um virðisaukaskatt og m.a. greint frá því, að stjórn
félagsins hefði beitt sér fyrir því, að lögfræðiþjónusta yrði undanþegin virðis-
aukaskatti, eðayrði a.m.k. ílægra skattþrepi. Barþessimálaleitan stjórnarinnar
ekki árangur.
Vikið var að ýmsum öðrum málefnum í skýrslu formannsins, svo sem
inngöngu L.M.F.Í. í alþjóðleg samtök lögmanna (International Bar Associa-
tion), hugmyndum ríkisstjórnarinnar um að koma á fót réttaraðstoð fyrir
almenning og sölu fasteignar félagsins að Alftamýri 9.
Formaðurinn greindi frá því að laganefnd og kjaranefnd hefðu starfað
reglulega á árinu. Gjaldskrárnefnd fékk 10 erindi til ályktunar, þar af 8 frá
lögmönnum og 2 frá stjórninni. Nefndin afgreiddi öll þessi mál. Stjórn
Námssjóðs kom nokkrum sinnum saman á starfsárinu og fjallaði um umsóknir
og styrki úr sjóðnum. Einnig gaf námssjóður út dómasafn í skaðabótarétti eftir
próf. Arnljót Björnsson.
Formaðurinn greindi að lokum frá því, að Unnur Gunnarsdóttir hefði tekið
þá ákvörðun að láta af störfum sem framkvæmdastjóri félagsins. Þakkaði
50