Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 3
TÍMARIT § LÖGFRÆÐINGA 2. HEFTI 42. ÁRGANGUR SEPTEMBER 1992 MÁL OG LÖG Um mitt þetta ár gekk í gildi ein róttækasta breyting sem orðið hefur á skipan dómsmála hér á landi. Jafnframt urðu verulegar breytingar á réttarfarsreglum. Oft verður þess viðhorfs vart að í settum lögum felist bindandi fyrirmæli um það hvernig menn megi tala og rita. Jafnvel verður þess vart að fjölmiðlamenn telji sig bundna af ákvörðunum erlendra valdhafa um erlend örnefni. Þess er þá ekki gætt að málið lýtur sínum eigin lögum og að þau lög byggjast á venjum. Stjórnvöld geta að vísu haft áhrif á málþróun með vissum hætti með ákvörðun- um sínum, en lög og fyrirmæli stjórnvalda eru einungis einn þeirra áhrifavalda sem móta málið. Erlend staðaheiti, þjóðaheiti, nöfn þjóðflokka og jafnvel nöfn erlendra manna, lífs og liðinna, lúta lögum íslenskrar tungu þegar þau koma fyrir í íslenskum texta eða töluðu máli. Dæmi: Þjóðverjar, Bjarmaland (Norður- karelía), Vindur, Skriðfinnar, Karlamagnús, Þiðrik af Bern (Veróna), Mikli- garður, Lundúnir, Dyflin, Hjaltland, Jórvík, Óðinsvé, Kaupmannahöfn, Suður- eyjar, allt heiti með rætur í fornri hefð. Erlendar orðmyndir keppa oft við íslenskar og veitir ýmsum betur. United Kingdom of Great Britain and Northern Ireland, sem svo nefnist formlega á opinberu máli, heitir einfaldlega Bretland á íslensku og geta bresk stjórnvöld lítið gert við því. Land sem heitir Barata á heimamálum, nefnist Indland á íslensku, Suomi Finnland, Magyar Ungverjaland o.s.frv. Shri Nepala Sarkar heitir Nepal. í gömlu landafræðinni nefndust tvær meðal mestu eyja Asíu Seylon og Formósa og önnur tvö mikil þjóðlönd Síam og Búrma. Nú telja menn sér skylt að segja Srí Lanka, Taívan, Tæland og Mjanmar. Ástæður þessara nafnbreytinga eru þó raunar pólitískar eins og einkennilegar nafngiftir einstakra hluta Evrópu undanfarna áratugi. Lönd sem öldum saman höfðu verið í Miðevrópu voru sögð í Austurevrópu. 81

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.