Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 5

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 5
nýmæli sveitarstjórnarlaga var afnám sýslufélaga þannig að eitt af merkingar- tilbrigðum orðsins sýsla varð sögulegt. Kortagerðarmenn hafa ekki varað sig á þessu og hætt er við að norðlenskan glati ekki orðunum Norðurþingeyjarsýsla, Vesturhúnavatnssýsla og öðrum nöfnum land- og menningarsvæða norðan- lands. Nú gera stjórnvöld aðför að fógetum, með og án forskeyta. Miska má löggjafinn ekki heyra nefndan. Hafning fer nú sína leið út úr dómstólamálinu þangað sem þessi dönskusletta átti aldrei erindi. Þetta orð gat aldrei öðlast þegnrétt í mæltu máli. íslendingar láta ekki segja sér að máli verði lokið með því að hefja það. Nýyrði koma fyrir í nýmælum og réttarbótum, mein í stað miska og sitthvað fleira. Sum fyrirbæri öðlast nafnlaus líf. Þannig er um dómsmál er varða aðför í víðustu merkingu, skipti, fógetagerðir og nauðungarsölu. Sýslumanna- mál hafa heyrst nefnd - sýslumál væri betra - en þessi mál mættu vel heita aðfararmál eða jafnvel fógetamál, þótt þinglýsingaþrætur fylltu flokkinn. Þar með væri því forðað að málið yrði fátækara sem því næmi. Virðingarmenn í dreifbýli sem lengi hafa kallast sýslufulltrúar, en dómarafulltrúar í réttarfarslegu samhengi á dómstólamáli, eiga nú að kallast sýslumannsfulltrúar með breyttu verksviði. Ekki er líklegt að löggjafinn hafi hér erindi sem erfiði. Vonandi láta dómarar ekki hafa sig út í að nefna niðurlag úrskurðar ályktunarorð, en láta ályktarorð nægja að gömlum og góðum sið. Kynlegasta uppátæki löggjafar- og umboðsvalds er bannfæring orðsins sýsla. Seint mun þó takast að koma því til vegar að orðið sýsla hætti að merkja umdæmi sýslumanns, eins og það hefur gert í 700 ár. Hér mun rökvísi málsins reynast pólitísku valdi ofurefli. Hinsvegar fer vel á að kenna sýslumann við aðsetur sitt. Það hindrar ekki að hann verði jafnframt kenndur við sýslu sína á máli alþýðu. Verst er að engin leiðsögn er gefin um nöfn nýrra sýslna. Ekki er líklegt að sýslumaðurinn í Reykjavík verði kenndur við Kjósarsýslu, þótt vel hefði farið á að ýta undir myndun slíkrar málvenju. Það sem lengi nefndist Gullbringusýsla er nú margklofið og Gull- bringan sem sýslan kenndist við mun ekki vera í þeim parti sem borið hefur þetta heiti um sinn. Ekki er annað eftir af umdæmi sýslumanns í Hafnarfirði en Álftaneshreppur hinn forni og er því sú sýsla réttnefnd Álftanes. Aðrar sýslur geta heitið Kópavogur, Akranes, Borgarfjarðarsýsla eða Borgarfjörður, Húna- vatnssýsla, Skagafjörður, Siglufjörður, Eyjafjörður, Þingeyjarsýsla. Skaði er að ekki skyldi takast að fækka sýslum og stækka frekar. Þá hefði mátt nefna umdæmi sýslumanns á Egilsstöðum Austfirði, Austurland, Austfirðingafjórð- ung eða Austursýslu. í svo víðlendu umdæmi hefðu sýslumenn haft umboðs- menn sem nefndust hreppstjórar, sóknarmenn, bæjarfógetar og lögreglustjórar eftir starfsviði og starfskjörum. Svipuð vandræði virðast blasa við varðandi umdæmi dómstóla hér um Suðumes. Annar dómstóllinn er kenndur við nes eitt lítið sem gengur suðvestur 83

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.